Innlent

Bjartsýn fyrir fund dagsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. Vísir/Lillý
Forsvarsmenn Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar funda nú í Alþingishúsinu um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. Fundarmenn segjast bjartsýnir fyrir fundinn, en væntanlega mun koma í ljós í dag hvort að flokkarnir fimm hefja formlegar viðræður.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, er með stjórnarmyndunarumboð og bauð hún formönnum hinna flokkanna á sinn fund í gær.

Á fundinum í gær var farið yfir ýmis mál svo sem heilbrigðismál, skattamál, sjávarútvegsmál og stjórnarskrármálið. Katrín ætlar að upplýsa Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands um það eftir helgina hver staðan er og segir að ef ákveðið verði að fara í formlegar viðræður þá geti þær ekki tekið langan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×