Borginni hafa borist ellefu uppsagnir frá kennurum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2016 12:30 Kennarar fjölmenntu í Hagaskóla eftir samstöðufund í Háskólabíói fyrr í mánuðinum en borgarstjórnarfundur fór fram í skólanum. Vísir/Ernir Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. Kennurum var nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs í byrjun mánaðarins um að hækka laun ráðamanna og tóku þeir að ræða uppsagnir í framhaldinu. Nú þegar hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Borist hafa ellefu uppsagnir frá kennurum í skólum borgarinnar samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og hætta þeir 1. mars. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að engir formlegir samningafundir hafi verið um helgina. Næsti fundur samninganefndanna verði hjá ríkissáttasemjara í fyrramáli. „Við erum að vinna núna um helgina svona með okkar baklöndum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að vegna trúnaðar geti hann ekkert tjáð sig um gang kjaraviðræðnanna en samninganefndirnar hafi ekki langan tíma til að leysa deiluna. „Það er alveg ljóst að pressan hún auðvitað eykst og óþolinmæðin líka þannig að við auðvitað reynum að vinna þetta eins vel og hratt og hægt er. Næsta vika og þar næsta vika sko þá erum við komin út í þennan tímaramma sem við vorum að tala um. Það er svona rammi sem við gáfum okkar og ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en að það gangi ekki upp. Þannig að hlutirnir skýrist þannig að annað hvort erum við að ná þessu saman eða bara ekki,“ segir Ólafur Loftsson. Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ellefu uppsagnir hafa borist frá kennurum í skólum borgarinnar. Formaður Félags grunnskólakennara segir knappan tíma til stefnu til að ná samningi milli sveitarfélaga og kennara en næsti samningafundur í kjaradeilunni verður hjá ríkissáttasemjara í fyrramálið. Grunnskólakennarar hafa nú um nokkra mánaða skeið deilt við sveitarfélögin um kaup og kjör. Frá því í vor hafa þeir tvisvar fellt nýja kjarasamninga vegna óánægju með þá. Þeir hafa verið samningslausir síðan þá og eru ósáttir við þær launahækkanir sem að þeim hafa verið boðnar. Kennurum var nóg boðið eftir ákvörðun kjararáðs í byrjun mánaðarins um að hækka laun ráðamanna og tóku þeir að ræða uppsagnir í framhaldinu. Nú þegar hafa kennarar lýst yfir að þeir hafi sagt upp eða ætli að segja upp. Borist hafa ellefu uppsagnir frá kennurum í skólum borgarinnar samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og hætta þeir 1. mars. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að engir formlegir samningafundir hafi verið um helgina. Næsti fundur samninganefndanna verði hjá ríkissáttasemjara í fyrramáli. „Við erum að vinna núna um helgina svona með okkar baklöndum,“ segir Ólafur. Ólafur segir að vegna trúnaðar geti hann ekkert tjáð sig um gang kjaraviðræðnanna en samninganefndirnar hafi ekki langan tíma til að leysa deiluna. „Það er alveg ljóst að pressan hún auðvitað eykst og óþolinmæðin líka þannig að við auðvitað reynum að vinna þetta eins vel og hratt og hægt er. Næsta vika og þar næsta vika sko þá erum við komin út í þennan tímaramma sem við vorum að tala um. Það er svona rammi sem við gáfum okkar og ég hef enga ástæðu til þess að ætla annað en að það gangi ekki upp. Þannig að hlutirnir skýrist þannig að annað hvort erum við að ná þessu saman eða bara ekki,“ segir Ólafur Loftsson.
Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira