Innlent

VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði átt regluleg samtöl við Katrínu Jakobsdóttur á göngum Alþingis.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði átt regluleg samtöl við Katrínu Jakobsdóttur á göngum Alþingis. vísir/ernir
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, funda sem stendur um mögulegt samstarf flokkanna í ríkisstjórn. Flokkarnir tveir hafa 31 þingmann en 32 þarf til þess að hafa hreinan meirihluta á Alþingi þar sem 63 þingmenn sitja.

Flokkarnir tveir þurfa því að bæta einum flokki í samstarfið til þess að mynda meirihluta. Flokkarnir eru ekki sammála því hvaða flokkur það eigi að vera.

Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því.

Reiknað er með því að dragi til tíðinda að loknum fundahöldum Bjarna og Katrínar í dag.

Uppfært klukkan 16:13

Hlé hefur verið gert á fundi þeirra Bjarna og Katrínar. Þau reikna með því að funda aftur í kvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×