Viðkvæm mál Magnús Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Stundum fer íslenskt samfélag á hliðina á einu augabragði. Það gerðist síðast í gærkvöldi, og það mjög svo skiljanlega, þegar Kastljósið greindi frá herfilegum aðbúnaði hænsna á búum Brúneggs. Hvílík hörmung fyrir lítið samfélag þar sem það ætti nú vart að reynast þrautin þyngri að eftirlitsstofnanir og ráðuneyti sinni hlutverki sínu með þeim hætti að aldrei ætti að þurfa koma til slíkrar smánar. En skaðinn er skeður og nú keppast stofnanir og ábyrgir aðilar við að ræða um verklag og verkferla og hvað gat orðið til þess að skepnurnar máttu þola slíka hörmungar meðferð. Hverju það sætir að neytendur hafi verið blekktir stórkostlega árum saman og hvernig koma megi í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Minna er rætt um persónulega ábyrgð þeirra sem vissu hvernig málum var háttað en gerðu lítið eða ekkert langtímum saman. En það er líka dapurlegt til þess að hugsa að þetta er ekkert nýtt. Í gegnum tíðina höfum við séð fjölda mála um illa meðferð á dýrum. Skammt er að minnast baráttu Dýraverndunarsamtaka Íslands fyrir því að ríkið felli niður styrki í gegnum búvörusamninga til aðila sem hafa orðið uppvísir að dýraníði. Samtökin skoruðu á Alþingi að sjá til þess að innan samninganna verði ákvæði sem geri það heimilt að fella niður opinbera styrki vegna alvarlegs eða opinbers dýraníðs. Bændasamtök Íslands, Landsamband kúabænda og fleiri lögðust gegn ákvæðinu og fór sem fór. Það sem var hvað mest sláandi við að horfa á umfjöllun Kastljóssins í gærkvöldi var hversu svifaseint kerfið er. Hvernig það virðist smíðað utan um hagsmuni þeirra sem eru í raun að bregðast skyldum sínum, bæði gagnvart neytendum sem og viðkomandi búfénaði. Að viðkomandi bú sé enn í rekstri og viðbrögð neytenda staðfestir svo ekki verður um villst að svona viljum við sem þjóð ekki standa að málum. En það sem er mest um vert þá sýnir það okkur líka að eftirlitsstofnanir og yfirvöld þurfa líka að starfa í umhverfi sem veitir þeim eftirlit og aðhald. Það eftirlit verður að vera í höndum fjölmiðla fyrir hönd almennings sem á rétt á að vita hvaðan maturinn kemur sem er borinn á borð heimila um allt land. Það er í raun með ólíkindum að eftirlitsstofnun á borð við Matvælastofnun geti ein og sér tekið ákvörðun um það að leyna upplýsingum, halda þeim frá fjölmiðlum og þar með almenningi, mánuðum og jafnvel árum saman. Stofnanir og í raun allir opinberir aðilar sem haga sér með slíkum hætti þurfa að segja landsmönnum hvað þeim gengur til með slíkri leynd? Svara því hagsmuna hverra þeir eru að gæta? Því það eitt er víst að ekki eru það hagsmunir neytenda sem eru hafðir að leiðarljósi og hvað þá blessaðra dýranna. Það virðist því miður vera að færast í vöxt að opinberir aðilar takmarki aðgang fjölmiðla að upplýsingum sem og viðburðum. Réttlætingin er oftar en ekki sú að hér séu á ferðinni viðkvæm mál, en þegar fjölmiðlar loks ná að miðla stöðu umræddra mála til landsmanna, kemur því miður í ljós að málið reyndist ekki fyrir viðkvæma. Þessu þarf að breyta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Brúneggjamálið Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Stundum fer íslenskt samfélag á hliðina á einu augabragði. Það gerðist síðast í gærkvöldi, og það mjög svo skiljanlega, þegar Kastljósið greindi frá herfilegum aðbúnaði hænsna á búum Brúneggs. Hvílík hörmung fyrir lítið samfélag þar sem það ætti nú vart að reynast þrautin þyngri að eftirlitsstofnanir og ráðuneyti sinni hlutverki sínu með þeim hætti að aldrei ætti að þurfa koma til slíkrar smánar. En skaðinn er skeður og nú keppast stofnanir og ábyrgir aðilar við að ræða um verklag og verkferla og hvað gat orðið til þess að skepnurnar máttu þola slíka hörmungar meðferð. Hverju það sætir að neytendur hafi verið blekktir stórkostlega árum saman og hvernig koma megi í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Minna er rætt um persónulega ábyrgð þeirra sem vissu hvernig málum var háttað en gerðu lítið eða ekkert langtímum saman. En það er líka dapurlegt til þess að hugsa að þetta er ekkert nýtt. Í gegnum tíðina höfum við séð fjölda mála um illa meðferð á dýrum. Skammt er að minnast baráttu Dýraverndunarsamtaka Íslands fyrir því að ríkið felli niður styrki í gegnum búvörusamninga til aðila sem hafa orðið uppvísir að dýraníði. Samtökin skoruðu á Alþingi að sjá til þess að innan samninganna verði ákvæði sem geri það heimilt að fella niður opinbera styrki vegna alvarlegs eða opinbers dýraníðs. Bændasamtök Íslands, Landsamband kúabænda og fleiri lögðust gegn ákvæðinu og fór sem fór. Það sem var hvað mest sláandi við að horfa á umfjöllun Kastljóssins í gærkvöldi var hversu svifaseint kerfið er. Hvernig það virðist smíðað utan um hagsmuni þeirra sem eru í raun að bregðast skyldum sínum, bæði gagnvart neytendum sem og viðkomandi búfénaði. Að viðkomandi bú sé enn í rekstri og viðbrögð neytenda staðfestir svo ekki verður um villst að svona viljum við sem þjóð ekki standa að málum. En það sem er mest um vert þá sýnir það okkur líka að eftirlitsstofnanir og yfirvöld þurfa líka að starfa í umhverfi sem veitir þeim eftirlit og aðhald. Það eftirlit verður að vera í höndum fjölmiðla fyrir hönd almennings sem á rétt á að vita hvaðan maturinn kemur sem er borinn á borð heimila um allt land. Það er í raun með ólíkindum að eftirlitsstofnun á borð við Matvælastofnun geti ein og sér tekið ákvörðun um það að leyna upplýsingum, halda þeim frá fjölmiðlum og þar með almenningi, mánuðum og jafnvel árum saman. Stofnanir og í raun allir opinberir aðilar sem haga sér með slíkum hætti þurfa að segja landsmönnum hvað þeim gengur til með slíkri leynd? Svara því hagsmuna hverra þeir eru að gæta? Því það eitt er víst að ekki eru það hagsmunir neytenda sem eru hafðir að leiðarljósi og hvað þá blessaðra dýranna. Það virðist því miður vera að færast í vöxt að opinberir aðilar takmarki aðgang fjölmiðla að upplýsingum sem og viðburðum. Réttlætingin er oftar en ekki sú að hér séu á ferðinni viðkvæm mál, en þegar fjölmiðlar loks ná að miðla stöðu umræddra mála til landsmanna, kemur því miður í ljós að málið reyndist ekki fyrir viðkvæma. Þessu þarf að breyta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. nóvember.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun