Blatter segir Infantino ekki sýna sér virðingu: „Drukkum rauðvín saman en tölum nú í gegnum lögfræðinga“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. desember 2016 09:45 Sepp Blatter var nærri dauður. vísir/getty Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter. FIFA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjá meira
Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segir að núverandi forseti, Gianni Infantino, sýni sér enga virðingu. Blatter þurfti að yfirgefa stöðu sína hjá FIFA þegar upp komst um ævintýralega spillingu innan sambandsins en hann var dæmdur í sjö ára bann frá fótbolta. Hann tapaði áfrýjun sinni fyrir íþróttadómstólnum fyrr í þessari viku. Þegar Svisslendingurinn hvarf á braut opnuðust dyrnar fyrir nýjan mann en það var Gianni Infantino, fyrrverandi framkvæmdastjóri UEFA, sem var kjörinn nýr forseti FIFA fyrr á þessu ári. Samband þeirra, sem var áður gott að sögn Blatters, er ekki gott.Gianni Infantino talar ekki persónulega við Blatter lengur.vísir/getty„Ég hef aldrei hjá neinu fyrirtæki séð nýja forsetann sýna gamla forsetanum svona litla virðingu. Eftir að Infantino var kosinn vorum við í góðu sambandi. Hann kom við hema hjá mér þar sem við spjölluðum og drukkum rauðvín saman,“ segir Blatter í viðtali við BBC. „Ég sagði honum að ég væri með spurningalista sem þyrfti að fara yfir innan FIFA og hann sagðist ætla að vinna í þeim málum. En svo kom hann aldrei aftur. Ég hef sent honum bréf og svo er ég með símanúmerið hans því ég hef enn þá sambönd. Hann bara svarar aldrei. Nú tölum við bara saman í gegnum lögfræðinga.“ Blatter segir í viðtali við breska ríkisútvarpið að læknar töldu hann eiga nokkra klukkutíma ólifaða í nóvember á síðasta ári. „Ég brotnaði niður 1. nóvember í fyrra. Ég var við fjölskyldugrafreitinn heima í bænum Visp og var mjög máttlaus. Ég gat ekki hreyft mig þannig farið var með mig á sjúkrahús í Zürich,“ segir Blatter. „Mér var sagt að ég myndi deyja á næstu klukkutímum en síðan kom annar læknir sem sagði mér að salaka á. Ég hafði tíma á spítalanum til að hugsa um eitthvað annað en fótbolta,“ segir Sepp Blatter.
FIFA Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjá meira