Erlent

Varað við flóðbylgjum eftir öflugan jarðskjálfta við Salomóns eyjar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Varað er við hættulegum flóðbylgjum eftir öflugan jarðskjálfta um 70 kílómetrum út frá Solomon eyjum.
Varað er við hættulegum flóðbylgjum eftir öflugan jarðskjálfta um 70 kílómetrum út frá Solomon eyjum. Vísir/GoogleMaps
Varað er við hættulegum flóðbylgjum eftir öflugan jarðskjálfta um 70 kílómetrum út frá Solomon eyjum.

Skjálftinn var 7,7 stig og samkvæmt viðvöruninni gætu flóðbylgjurnar haft áhrif á Solomon eyjar, Vanuatu, Papúu Nýju-Gíneu, Nýju Kaledóníu, Tuvalu og Kosrae. Þrír eftirskjálftar fyldu í kjölfarið. 

Símasamband og rafmagn lá niðri á einhverjum svæðum eftir skjálftann en engar fregnir hafa enn borist af tjóni á fólki. Var fólki á vissum svæðum ráðlagt að færa sig á hærra yfirborð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×