Þekkjum rétt kvenna Zahra Mesbah skrifar 9. desember 2016 07:00 Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ljúkið aftur augum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í annarri veröld sem þið skiljið ekki, hún er ykkur algjörlega framandi. Menningin, trúarbrögðin, tungumálið og jafnvel veðurfarið er einkennilegt og það sem skiptir höfuðmáli í þessu samhengi er að þið eruð ein og hjálparvana. Það er flestum ógerlegt að sjá þetta fyrir sér, en þetta er staðreynd í lífi ótal margra sem hafa þurft að yfirgefa heimaland sitt. Setjið ykkur í spor þeirra óteljandi sálna sem höfðu engra annarra kosta völ en að flýja land sitt. Það er hræðileg upplifun að neyðast til þess flýja það sem áður var eðlilegt líf, að skilja við það allt og fara til annars lands. Það eina sem þið getið tekið með ykkur eru þær minningar sem þið geymið í hugum og hjörtum ykkar. Nú skrifa ég um alla innflytjendur, en þessum skrifum er beint að flóttamönnum, því staðreyndin er sú að við erum að takast á við neyðarástand í Evrópu í þessum skrifuðu orðum! Aðstæður þeirra í heimalöndum sínum hafa verið litaðar skelfingu og ótta og flestir hafa upplifað mikið ofbeldi, þá sérstaklega KONUR! Það er þekkt staðreynd að flestir þeirra sem flýja þessi Miðausturlönd eru múslimar og eins og hefur verið gert einstaklega ljóst í fjölmiðlum, þá vita flestir að á okkar tímum stafar mikil ógn á heimsvísu af hryðjuverkasamtökum sem kenna sig við íslam, þau eru sérstaklega ógn við áðurnefnda flóttamenn í þeirra heimalöndum. Enn í dag helst sá misskilningur á lofti að allir þeir sem eru íslamstrúar, múslimar, séu tengdir hryðjuverkastarfsemi og veldur það enn auknu áreiti á þetta flóttafólk í viðbót við þá upplifun sem það annars gengur í gegnum.Kúgun og misrétti Múslimskar konur hafa ævinlega þurft að sæta einhverri kúgun og misrétti. Þær hafa margar þurft að sæta ýmsum tegunda ofbeldis, þá sérstaklega hatursorðræðu, fordómum og jafnvel líkamlegu ofbeldi. Það er vitað að margar þessara kvenna búa við vissar takmarkanir, sem eru þó ef til vill ekki endilega takmarkanir nema í augum annarra, jafnvel vissra samtaka og stofnana. Oft eru þetta stofnanir sem segjast tala máli kvenréttinda, sem á sama tíma svipta konur þeim grundvallarmannréttindum sem varða klæðaburð, vali. Þegar konur þurfa að laga sig að samfélaginu, þá sérstaklega í ókunnugu umhverfi, er alltaf hættan á því að þær séu sviptar réttinum á því að vera þær sjálfar og hafa stjórn yfir eigin ákvörðunum. Í mörgum múslimalöndum, þ.á.m. Sádi-Arabíu og Íran, ganga konur með svokallaða slæðu sem hylur hár þeirra og gangi þær ekki með slæðu í þessum löndum getur það varðað við refsingu. Vestræn lönd hafa skýr skilaboð um réttindi kvenna en þessi sömu lönd svipta konur sínum rétti með því að banna notkun slæðanna, enda er notkun slæðanna einstaklega persónuleg ákvörðun kvenna sem þær eiga að hafa fullan rétt á. Við í Samtökum kvenna af erlendum uppruna leitumst við að fræða allar konur um réttindi sín með því að bjóða upp á jafningjaráðgjöf konum að kostnaðarlausu á þriðjudögum milli 20-22 á skrifstofu okkar að Túngötu 14, 101 Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun