Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sex daga desembermánaðar var 7,2 stig en veðurfræðingar segja sömu daga aldrei hafa verið hlýrri í borginni. Þegar talað er um að aldrei hafi mælst hærri meðalhiti þá er átt við frá því mælingar hófust um miðbik 19. aldar.Greint var frá því á þriðjudag að meðalhitinn í Reykjavík það sem af er desembermánuði sé rúmum sex gráðum hlýrri en á árunum 1961 til 1990. Sömu sögu er að segja af Akureyri þar sem meðalhitinn er 5,75 gráður það sem af er mánuðinum og 5.03 gráður á Kirkjubæjarklaustri. Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann.27. nóvember í fyrra mældist snjódýpt 21 sentímetri í klukkan níu að morgni í Reykjavík. Og 1. desember í fyrra var heldur betur snjókoma en þegar allt hafði verið tekið saman hafði aldrei mælst meiri snjódýpt í Reykjavík í desember, eða heilir 42 sentímetrar. Metið í Reykjavík er hins vegar 51 sentímetra snjódýpt sem mældist í febrúar árið 1952. Vísir tók saman nokkrar myndir frá 1. desember í fyrra og ákvað að taka myndir á nákvæmlega sömu stöðum í gær. Afraksturinn má sjá hér fyrir neðan:ÍsaksskóliBörnin léku sér að því að búa til snjókalla í fyrra en hoppa í pollunum í ár.Fellin Í fyrra börðust gangandi vegfarendur við snjóinn en í ár er tíðin mild.SkipholtAðeins hörðustu hjólreiðamenn létu sig hafa það að fara leiðar sinnar á hjólum í fyrra á meðan færri eru búnir að leggja hjólin til hliðar í ár.GrafarvogurÍ fyrra þurftu ökumenn að leggjast á eitt til að halda umferðinni gangandi á meðan í ár gengur hún eins og smurð vél.HverfisgataSnjódýptin í fyrra sló met. Í ár er það hitinn sem slær met. Veður Tengdar fréttir Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Meðalhiti í Reykjavík fyrstu sex daga desembermánaðar var 7,2 stig en veðurfræðingar segja sömu daga aldrei hafa verið hlýrri í borginni. Þegar talað er um að aldrei hafi mælst hærri meðalhiti þá er átt við frá því mælingar hófust um miðbik 19. aldar.Greint var frá því á þriðjudag að meðalhitinn í Reykjavík það sem af er desembermánuði sé rúmum sex gráðum hlýrri en á árunum 1961 til 1990. Sömu sögu er að segja af Akureyri þar sem meðalhitinn er 5,75 gráður það sem af er mánuðinum og 5.03 gráður á Kirkjubæjarklaustri. Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann.27. nóvember í fyrra mældist snjódýpt 21 sentímetri í klukkan níu að morgni í Reykjavík. Og 1. desember í fyrra var heldur betur snjókoma en þegar allt hafði verið tekið saman hafði aldrei mælst meiri snjódýpt í Reykjavík í desember, eða heilir 42 sentímetrar. Metið í Reykjavík er hins vegar 51 sentímetra snjódýpt sem mældist í febrúar árið 1952. Vísir tók saman nokkrar myndir frá 1. desember í fyrra og ákvað að taka myndir á nákvæmlega sömu stöðum í gær. Afraksturinn má sjá hér fyrir neðan:ÍsaksskóliBörnin léku sér að því að búa til snjókalla í fyrra en hoppa í pollunum í ár.Fellin Í fyrra börðust gangandi vegfarendur við snjóinn en í ár er tíðin mild.SkipholtAðeins hörðustu hjólreiðamenn létu sig hafa það að fara leiðar sinnar á hjólum í fyrra á meðan færri eru búnir að leggja hjólin til hliðar í ár.GrafarvogurÍ fyrra þurftu ökumenn að leggjast á eitt til að halda umferðinni gangandi á meðan í ár gengur hún eins og smurð vél.HverfisgataSnjódýptin í fyrra sló met. Í ár er það hitinn sem slær met.
Meiri líkur en minni á rauðum jólum "Það er ekki neinn kuldi í kortunum hjá okkur.“ 6. desember 2016 11:19
Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17
Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25