Sjáðu gríska fríkið sem strákarnir okkar þurfa að stöðva í Finnlandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 10:30 Giannis Antetokounmpo er hrikalega spennandi spilari. vísir/getty Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð. EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Gríski landsliðsmaðurinn Giannis Antetokounmpo, betur þekktur sem The Greek freak eða gríska fríkið, hlóð í þrennu þegar hans menn í Milwaukee Bucks unnu Portland Trail Blazers á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Antetokounmpo, sem er aðeins 22 ára gamall, er einn mest spennandi ungi leikmaðurinn í NBA. Hann skoraði 15 stig, tók tólf fráköst og gaf ellefu stoðsendingar en fyrr á tímabilinu náði hann annarri þrennu þegar hann skoraði 21 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar í sigri gegn Orlando Magic. Þessi magnaði framherji, sem getur einnig spilað sem bakvörður, spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrir Grikkland árið 2014 en hann verður væntanlega í liði Grikkja á EM 2017 á næsta ári þar sem það mætir strákunum okkar í íslenska landsliðinu. Liðin verða saman í riðli í Helsinki í Finnlandi.Hver á að stöðva þennan í Helsinki?vísir/gettyAlltaf að verða betri Antetokounmpo var valinn 15. í nýliðavalinu árið 2013 en hann steig fyrstu sporin í meistaraflokki með Filathlitikos í annarri deildinni í Grikklandi árið 2012. Hann er af nígerískum uppruna en foreldrar hans fluttust til Grikklands þegar hann var ungur. Strákurinn fékk ríkisborgararétt í maí 2009. Hann spilaði með Grikklandi á HM 2014 sem var han fyrsta stórmót en hann lét svo heldur betur vita af sér á EM 2015 þar sem hann hjálpaði gríska liðinu að fara taplaust í gegnum riðlakeppnina. Liðið komst í átta liða úrslit en tapaði fyrir verðandi Evrópumeisturum Spánar. Antetokounmpo var besti maður Grikklands í þeim leik þar sem hann skoraði fimmtán stig. Antetokounmpo er á sínu þriðja tímabili í NBA-deildinni en í fyrra var hann gerður að lykilmanni í liði Milwaukee. Hann byrjaði þá 71 leik fyrir Bucks og spilaði að meðaltali 31 mínútu í leik. Hann skoraði 12,7 s tig tók 6,7 fráköst og gaf 2,6 stoðsendingar að meðaltaki í leik, Hann er núna að spila 35 mínútur í leik og er að skora að meðaltaki 17 stig auk þess sem hann tekur 7,7 fráköst og gefur 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í spilaranum hér að neðan má sjá Gríska fríkið fara hamförum gegn Portland í nótt og flottustu tilþrif Antetokounmpo frá því á síðustu leiktíð.
EM 2017 í Finnlandi NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira