Borgum yfir meðaltali með hverjum nema en árangur undir meðaltali Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 20:00 Ísland borgar yfir meðaltali með hverju grunnskólabarni. MYND/Sigurjón Árangur íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í náttúrufræði, stærðfræði og lestri samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar og er langt undir OECD meðaltali. Kennarasambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær þar sem segir að menntakerfið á Íslandi hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. En spurningin er hvort fjárskortur sé rót vandans. Samkvæmt nýjustu rannsókn OECD á hve mikið lönd borga með hverjum grunnskólanema, er Ísland í níunda sæti og yfir OECD meðaltali. Þarna er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð, Bretland, Austurríki og Bandaríkin en Ísland er þó talsvert lægra á lista en þessi lönd þegar kemur að árangri í Pisa-könnuninni eða í 39. sæti. Jóhanna segir að bæta þurfi fjármagni í háskóla- og símenntun kennara.mynd/kristinn yngvarsson Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir niðurstöður PISA benda til að skólakerfið sé í lægð og efnahagskreppan hafi líklega haft sitt að segja. Fjárframlög séu mögulega nægileg til grunnskóla en þau séu of lág til efri stiga menntakerfisins. „Menntakerfið okkar hefur verið undirfjármagnað, til dæmis kennaramenntunin. Við erum að eyða miklu minna í menntun kennara nú en við höfum gert á undanförnum árum og það kemur niður á náminu. Við erum líka að eyða minna fé í símenntun kennara sem er gífurlega mikilvægur þáttur. Í okkar síbreytilega þjóðfélagi er það bara nauðsynlegt til að halda upp gæðaskólastarfi,” segir Jóhanna. En talandi um kennaramenntun. Eru lakari nemendur á Íslandi, af því að það eru lakari kennarar hér? „Nei, alls ekki. Það er stutt síðan fimm ára meistaranám kennara var tekið upp og við höfum útskrifað fáa kennara hingað til úr því námi. En þetta var mikið framfaraspor sem ég er viss um að muni skila sér í betra skólakerfi í framtíðinni,” svarar Jóhanna. PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Árangur íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í náttúrufræði, stærðfræði og lestri samkvæmt niðurstöðum PISA könnunarinnar og er langt undir OECD meðaltali. Kennarasambandið sendi frá sér yfirlýsingu eftir að niðurstöðurnar voru kynntar í gær þar sem segir að menntakerfið á Íslandi hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. En spurningin er hvort fjárskortur sé rót vandans. Samkvæmt nýjustu rannsókn OECD á hve mikið lönd borga með hverjum grunnskólanema, er Ísland í níunda sæti og yfir OECD meðaltali. Þarna er Ísland á svipuðum slóðum og Svíþjóð, Bretland, Austurríki og Bandaríkin en Ísland er þó talsvert lægra á lista en þessi lönd þegar kemur að árangri í Pisa-könnuninni eða í 39. sæti. Jóhanna segir að bæta þurfi fjármagni í háskóla- og símenntun kennara.mynd/kristinn yngvarsson Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs HÍ, segir niðurstöður PISA benda til að skólakerfið sé í lægð og efnahagskreppan hafi líklega haft sitt að segja. Fjárframlög séu mögulega nægileg til grunnskóla en þau séu of lág til efri stiga menntakerfisins. „Menntakerfið okkar hefur verið undirfjármagnað, til dæmis kennaramenntunin. Við erum að eyða miklu minna í menntun kennara nú en við höfum gert á undanförnum árum og það kemur niður á náminu. Við erum líka að eyða minna fé í símenntun kennara sem er gífurlega mikilvægur þáttur. Í okkar síbreytilega þjóðfélagi er það bara nauðsynlegt til að halda upp gæðaskólastarfi,” segir Jóhanna. En talandi um kennaramenntun. Eru lakari nemendur á Íslandi, af því að það eru lakari kennarar hér? „Nei, alls ekki. Það er stutt síðan fimm ára meistaranám kennara var tekið upp og við höfum útskrifað fáa kennara hingað til úr því námi. En þetta var mikið framfaraspor sem ég er viss um að muni skila sér í betra skólakerfi í framtíðinni,” svarar Jóhanna.
PISA-könnun Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Illugi segir PISA-niðurstöðu kalla á aðgerðir Vonbrigði, segir starfandi menntamálaráðherra. 6. desember 2016 11:56
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15