Netsverðin brýnd Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2016 07:00 Jólalagið mitt er Here we go með Stakka BO. Fyrsta setning lagsins: „Here we go again“, á svo vel við þegar þessi mánuður gengur í garð. Af hverju? Jú, þá hefst á ný umræðan um íþróttamann ársins. Sitt sýnist hverjum og verður umræðan alltaf meiri með ári hverju sem er auðvitað gott því eftir þessu kjöri á að taka. En því miður er það þannig að því fleiri sem tjá sig um kjörið því fávíslegri getur umræðan orðið. Eins og með marga aðra umræðu í samfélagi okkar hefur þessi þróast þannig að sá sem er ekki sammála þér veit ekki neitt. Ef þér finnst að einhver eigi að vera Íþróttamaður ársins þá er það bara þannig og ekkert annað kemur til greina. Nýjasta dæmið er árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem varð um helgina fyrst kvenna að tryggja sig inn á LPGA. Áður en hún setti niður síðasta púttið var byrjað að kalla eftir því að hún fái bikarinn í ár. Því var haldið fram á einum vettvangi að hún væri næstbesti kylfingur heims þar sem hún hafnaði í öðru sæti á úrtökumóti. Misskilningurinn mikill en svona vill umræðan stundum verða. Árangur Ólafíu er frábær en að vissu leyti er vegferð hennar að hefjast. Ekki misskilja mig og byrja að brýna netsverðin; hún er alveg vel að titlinum komin. Það er samt ótækt að gleyma bara árangri Hrafnhildar Lúthersdóttur sem vann til þrennra verðlauna á stórmóti á árinu og komst í úrslit á ÓL. Einnig frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hefur sett saman eitt flottasta íþróttaár í sögunni. Íþróttaárið hefur verið frábært og eru þrír til fjórir einstaklingar líklegir. Það er samt bara einn sem vinnur. Það verða ekki allir sáttir en þannig er það bara. Hverjum þykir sinn fugl fagur, en hinir fuglarnir eru engu síðri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun
Jólalagið mitt er Here we go með Stakka BO. Fyrsta setning lagsins: „Here we go again“, á svo vel við þegar þessi mánuður gengur í garð. Af hverju? Jú, þá hefst á ný umræðan um íþróttamann ársins. Sitt sýnist hverjum og verður umræðan alltaf meiri með ári hverju sem er auðvitað gott því eftir þessu kjöri á að taka. En því miður er það þannig að því fleiri sem tjá sig um kjörið því fávíslegri getur umræðan orðið. Eins og með marga aðra umræðu í samfélagi okkar hefur þessi þróast þannig að sá sem er ekki sammála þér veit ekki neitt. Ef þér finnst að einhver eigi að vera Íþróttamaður ársins þá er það bara þannig og ekkert annað kemur til greina. Nýjasta dæmið er árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem varð um helgina fyrst kvenna að tryggja sig inn á LPGA. Áður en hún setti niður síðasta púttið var byrjað að kalla eftir því að hún fái bikarinn í ár. Því var haldið fram á einum vettvangi að hún væri næstbesti kylfingur heims þar sem hún hafnaði í öðru sæti á úrtökumóti. Misskilningurinn mikill en svona vill umræðan stundum verða. Árangur Ólafíu er frábær en að vissu leyti er vegferð hennar að hefjast. Ekki misskilja mig og byrja að brýna netsverðin; hún er alveg vel að titlinum komin. Það er samt ótækt að gleyma bara árangri Hrafnhildar Lúthersdóttur sem vann til þrennra verðlauna á stórmóti á árinu og komst í úrslit á ÓL. Einnig frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar sem hefur sett saman eitt flottasta íþróttaár í sögunni. Íþróttaárið hefur verið frábært og eru þrír til fjórir einstaklingar líklegir. Það er samt bara einn sem vinnur. Það verða ekki allir sáttir en þannig er það bara. Hverjum þykir sinn fugl fagur, en hinir fuglarnir eru engu síðri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun