Innlent

Kennarar: Mennta­kerfið liðið fyrir lang­varandi sparnaðarstefnu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Kennarar hafa staðið í stappi við sveitarfélög um launakjör en skrifuðu nýlega undir samning.
Kennarar hafa staðið í stappi við sveitarfélög um launakjör en skrifuðu nýlega undir samning. vísir/ernir

Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. Í yfirlýsingu frá sambandinu er lögð áhersla á að skyndilausnum verði ekki beitt til að bæta árangur nemenda í PISA-könnuninni en ljóst sé að menntakerfið hafi liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu.



„Mjög brýnt er að fram fari vönduð greining á þeim gögnum sem aflað hefur verið á löngum tíma og að unnið verði með niðurstöðurnar í víðtæku samstarfi stjórnvalda, kennara, skólastjórnenda og foreldra, og farið í aðgerðir sem ekki felast í skyndilausnum heldur eru til langs tíma og felast í að bæta starfsaðstæður kennara og námsaðstæður nemenda,“ segir í yfirlýsingunni.



Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug.



„Íslendingum bar á síðustu öld gæfa til að byggja upp öflugt menntakerfi en það hefur undanfarin ár liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu. Allt samfélagið vill öflugt menntakerfi sem er fyrir alla nemendur óháð stöðu og uppruna,“ segir í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir

Spreyttu þig á PISA-prófinu

Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×