Stelpan sem vann Ólafíu var að vinna í annað sinn | Sjáðu sigurpúttið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. desember 2016 12:40 Jaye Marie Green er að fara í sitt fjórða tímabil á LPGA. Vísir/Getty Hin bandaríska Jaye Marie Green var eini kylfingurinn sem spilaði betur en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina um helgina. Green hefur þó upplifað þetta allt saman áður því fyrir tveimur árum bar hún sigur úr býtum á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA. Þá spilaði hún á metskori - 29 undir pari vallarins á Daytona Beach í Flórída. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Er hún fyrsti kylfingurinn sem vinnur mótið tvívegis síðan það var fært á Daytona Beach árið 1991. „Mér leið virkilega vel í aðdraganda mótsins og í vikunni fyrir það var ég ekkert stressuð,“ sagði Green. „Ég var afslöppuð og leið eins og að ég væri að taka upp þráðinn frá því fyrir þremur árum síðan.“ A video posted by Jaye Marie Green (@jayemgreen) on Dec 4, 2016 at 12:23pm PSTVonbrigðatímabil Green endaði á 112. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar á síðasta tímabili en er nú með öruggt sæti fyrir næsta keppnistímabil eftir árangur helgarinnar. Þrátt fyrir að hafa hafnað svo neðarlega hafði hún samtals sjö milljónir króna í tekjur á nýliðnu tímabili. Þetta var hennar þriðja tímabil á LPGA-mótaröðinni en hún hafnaði í 93. sæti peningalistans á nýliðatímabili sínu. Hennar langbesta ár var í fyrra er hún keppti í 27 mótum, komst í gegnum niðurskurðinn á sautján þeirra og þénaði samtals 321 þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði 35 milljónum króna. Besti árangur hennar árið 2015 var sjötta sætið á Yokohama Tire LPGA Classic-mótinu en hún var aldrei á meðan tíu efstu á móti á nýliðnu tímabili. Heildartekjur hennar eftir þrjú ár á LPGA-mótaröðinni er 481 þúsund Bandaríkjadala, jafnvirði um 53 milljóna króna.Vísir/GettyVeðjaði við bróður sinn Eftir ár vonbrigða þá segist Green í raun ekki vita hvað það var sem leiddi til þess að hún þurfti aftur að fara í gegnum úrtökumótið. „Ég vissi að ég þyrfti að spila vel til að fá þátttökuréttinn minn. Það var líka gott að þurfa að pútta fyrir sigrinum. Nú veit ég að ég geta spilað vel þegar allt er undir. Ég get nýtt mér þessa reynslu.“ Sjá einnig: Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Green og Ólafía voru jafnar fyrir lokaholuna og ákvað Green að veðja fyrir bróður sinn, sem var kylfusveinn hennar, þegar þau gengu upp að flötinni. Ef hún myndi setja púttið niður þyrfti hún að greiða bróður sínum þúsund dollara - 110 þúsund krónur. „Ég vildi pottþétt vinna og þetta var gott markmið fyrir mig. Mér leið eins og krakka á flötinni að hugsa um þetta pútt.“ „Ég held samt að hann sé spenntari yfir því að fá þessa þúsund dollara en að ég sé að fara á LPGA-mótaröðina.“ Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hin bandaríska Jaye Marie Green var eini kylfingurinn sem spilaði betur en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina um helgina. Green hefur þó upplifað þetta allt saman áður því fyrir tveimur árum bar hún sigur úr býtum á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA. Þá spilaði hún á metskori - 29 undir pari vallarins á Daytona Beach í Flórída. Sjá einnig: Ólafía hafnaði í öðru sæti og tryggði sér þátttökurétt á LPGA Er hún fyrsti kylfingurinn sem vinnur mótið tvívegis síðan það var fært á Daytona Beach árið 1991. „Mér leið virkilega vel í aðdraganda mótsins og í vikunni fyrir það var ég ekkert stressuð,“ sagði Green. „Ég var afslöppuð og leið eins og að ég væri að taka upp þráðinn frá því fyrir þremur árum síðan.“ A video posted by Jaye Marie Green (@jayemgreen) on Dec 4, 2016 at 12:23pm PSTVonbrigðatímabil Green endaði á 112. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar á síðasta tímabili en er nú með öruggt sæti fyrir næsta keppnistímabil eftir árangur helgarinnar. Þrátt fyrir að hafa hafnað svo neðarlega hafði hún samtals sjö milljónir króna í tekjur á nýliðnu tímabili. Þetta var hennar þriðja tímabil á LPGA-mótaröðinni en hún hafnaði í 93. sæti peningalistans á nýliðatímabili sínu. Hennar langbesta ár var í fyrra er hún keppti í 27 mótum, komst í gegnum niðurskurðinn á sautján þeirra og þénaði samtals 321 þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði 35 milljónum króna. Besti árangur hennar árið 2015 var sjötta sætið á Yokohama Tire LPGA Classic-mótinu en hún var aldrei á meðan tíu efstu á móti á nýliðnu tímabili. Heildartekjur hennar eftir þrjú ár á LPGA-mótaröðinni er 481 þúsund Bandaríkjadala, jafnvirði um 53 milljóna króna.Vísir/GettyVeðjaði við bróður sinn Eftir ár vonbrigða þá segist Green í raun ekki vita hvað það var sem leiddi til þess að hún þurfti aftur að fara í gegnum úrtökumótið. „Ég vissi að ég þyrfti að spila vel til að fá þátttökuréttinn minn. Það var líka gott að þurfa að pútta fyrir sigrinum. Nú veit ég að ég geta spilað vel þegar allt er undir. Ég get nýtt mér þessa reynslu.“ Sjá einnig: Maður þarf að vera ótrúlega sterkur Green og Ólafía voru jafnar fyrir lokaholuna og ákvað Green að veðja fyrir bróður sinn, sem var kylfusveinn hennar, þegar þau gengu upp að flötinni. Ef hún myndi setja púttið niður þyrfti hún að greiða bróður sínum þúsund dollara - 110 þúsund krónur. „Ég vildi pottþétt vinna og þetta var gott markmið fyrir mig. Mér leið eins og krakka á flötinni að hugsa um þetta pútt.“ „Ég held samt að hann sé spenntari yfir því að fá þessa þúsund dollara en að ég sé að fara á LPGA-mótaröðina.“
Golf Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira