Tekst Ólafíu að endurskrifa íslenska golfsögu á morgun? Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. desember 2016 21:04 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. Ólafía er fyrir lokahringinn með níu högga forskot á fjóra kylfinga sem deila 19. sæti fyrir lokahringinn en það hefur sýnt sig á þessum mótum að hlutirnir eru fljótir að breytast. Þarf ekki að fara lengra en að skoða frammistöðuna sem Ólafía sýndi á öðrum degi þegar hún lyfti sér upp um 62. sæti og blandaði sér í toppbaráttuna. LPGA-mótaröðin er stærsta mótaröð heimsins í kvennagolfinu en Ólafía Þórunn sem lék háskólagolf með Wake Forest háskólanum í Norður-Karólínu hefur leikið á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu og næst sterkustu mótaröð heims, á þessu ári. Hún hefur þegar tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum en tuttugu efstu kylfingarnir á úrtökumótinu fá einnig takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Um er að ræða gríðarlega stórt tækifæri fyrir Ólafíu en verðlaunaféið í LPGA-mótaröðinni er umtalsvert hærra en þekkist á LET-mótaröðinni ásamt því að eiga möguleika á þátttöku í stærstu golfmótum heimsins. Til dæmis verður verðlaunaféið á LPGA-mótunum á næsta ári aldrei undir milljón dollara á LPGA-mótaröðinni en á yfirstandandi tímabili í LET-mótaröðinni voru aðeins tvö mót sem verðlaunaféið var meira en milljón dollarar. Ólafía hefur leik klukkan 14.00 á morgun í lokaráshópnum en efstu tuttugu kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári ásamt peningaverðlaunum. Ólafía Þórunn varð aðeins annar kylfingurinn sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna (LET) á síðasta ári á eftir Ólöfu Maríu Jónsdóttur, kylfing úr GK. Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Hef haldið mig í "núinu" Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 3. sæti eftir fyrstu þrjá keppnisdagana á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina í golfi. 2. desember 2016 22:42 Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15 Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á tveimur yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn í golfi, lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2016 19:15 Mögnuð frammistaða Ólafíu á Hills vellinum | Er í 3. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn í golfi, lék frábærlega á þriðja keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina. 2. desember 2016 20:15 Ólafía Þórunn í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. 1. desember 2016 20:40 Frábær sjö fugla hringur hjá Ólafíu | Er núna í sjöunda sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. Íslandsmeistarinn sýndi úr hverju hún er gerð með stórkostlegri spilamennsku í dag. 1. desember 2016 17:45 Stór dagur hjá Ólafíu Þórunni: Ætlar bara að halda sér í núinu GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér góð ráð reyndari kylfinga þegar hún bjó sig undir lokaúrtökumótið fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í golfi sem hefst í dag. 30. nóvember 2016 06:00 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er aðeins átján holum frá því að endurskrifa íslensku sögubækurnar í golfi en hún á möguleika á því að verða fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst á PGA-mótaröðina. Ólafía er fyrir lokahringinn með níu högga forskot á fjóra kylfinga sem deila 19. sæti fyrir lokahringinn en það hefur sýnt sig á þessum mótum að hlutirnir eru fljótir að breytast. Þarf ekki að fara lengra en að skoða frammistöðuna sem Ólafía sýndi á öðrum degi þegar hún lyfti sér upp um 62. sæti og blandaði sér í toppbaráttuna. LPGA-mótaröðin er stærsta mótaröð heimsins í kvennagolfinu en Ólafía Þórunn sem lék háskólagolf með Wake Forest háskólanum í Norður-Karólínu hefur leikið á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu og næst sterkustu mótaröð heims, á þessu ári. Hún hefur þegar tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröðin í Bandaríkjunum en tuttugu efstu kylfingarnir á úrtökumótinu fá einnig takmarkaðan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári. Um er að ræða gríðarlega stórt tækifæri fyrir Ólafíu en verðlaunaféið í LPGA-mótaröðinni er umtalsvert hærra en þekkist á LET-mótaröðinni ásamt því að eiga möguleika á þátttöku í stærstu golfmótum heimsins. Til dæmis verður verðlaunaféið á LPGA-mótunum á næsta ári aldrei undir milljón dollara á LPGA-mótaröðinni en á yfirstandandi tímabili í LET-mótaröðinni voru aðeins tvö mót sem verðlaunaféið var meira en milljón dollarar. Ólafía hefur leik klukkan 14.00 á morgun í lokaráshópnum en efstu tuttugu kylfingarnir tryggja sér fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári ásamt peningaverðlaunum. Ólafía Þórunn varð aðeins annar kylfingurinn sem tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna (LET) á síðasta ári á eftir Ólöfu Maríu Jónsdóttur, kylfing úr GK.
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn: Hef haldið mig í "núinu" Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 3. sæti eftir fyrstu þrjá keppnisdagana á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina í golfi. 2. desember 2016 22:42 Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15 Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á tveimur yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn í golfi, lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2016 19:15 Mögnuð frammistaða Ólafíu á Hills vellinum | Er í 3. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn í golfi, lék frábærlega á þriðja keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina. 2. desember 2016 20:15 Ólafía Þórunn í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. 1. desember 2016 20:40 Frábær sjö fugla hringur hjá Ólafíu | Er núna í sjöunda sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. Íslandsmeistarinn sýndi úr hverju hún er gerð með stórkostlegri spilamennsku í dag. 1. desember 2016 17:45 Stór dagur hjá Ólafíu Þórunni: Ætlar bara að halda sér í núinu GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér góð ráð reyndari kylfinga þegar hún bjó sig undir lokaúrtökumótið fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í golfi sem hefst í dag. 30. nóvember 2016 06:00 Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Ólafía Þórunn: Hef haldið mig í "núinu" Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 3. sæti eftir fyrstu þrjá keppnisdagana á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina í golfi. 2. desember 2016 22:42
Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi eftir að hafa leikið fjórða hring á fjórum höggum undir pari. 3. desember 2016 20:15
Ólafía Þórunn lék fyrsta hringinn á tveimur yfir pari Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn í golfi, lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. 30. nóvember 2016 19:15
Mögnuð frammistaða Ólafíu á Hills vellinum | Er í 3. sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistarinn í golfi, lék frábærlega á þriðja keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir LPGA-mótaröðina. 2. desember 2016 20:15
Ólafía Þórunn í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 10. sæti eftir annan keppnisdaginn á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. 1. desember 2016 20:40
Frábær sjö fugla hringur hjá Ólafíu | Er núna í sjöunda sæti Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék frábærlega á öðrum hringnum á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í atvinnugolfi. Íslandsmeistarinn sýndi úr hverju hún er gerð með stórkostlegri spilamennsku í dag. 1. desember 2016 17:45
Stór dagur hjá Ólafíu Þórunni: Ætlar bara að halda sér í núinu GR-ingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir nýtti sér góð ráð reyndari kylfinga þegar hún bjó sig undir lokaúrtökumótið fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í golfi sem hefst í dag. 30. nóvember 2016 06:00