Ólafía í öðru sæti fyrir lokadaginn eftir frábæran hring Kristinn Páll Teitsson skrifar 3. desember 2016 20:15 Ólafía er í góðri stöðu. mynd/let Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda. Golf Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, er í frábærum málum fyrir lokahringinn á úrtökumótinu fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en hún er í öðru sæti á þrettán höggum undir pari, tveimur höggi á eftir Jaye Marie Green. Um er að ræða fimm daga úrtökumót en í lok fjórða hrings halda aðeins sjötíu efstu kylfingarnir áfram fyrir lokahringinn á morgun. Efstu tuttugu kylfingarnir að mótinu loknu fá fullan keppnisrétt á LPGA-mótaröðinni á næsta tímabili, stærstu kvennamótaröð heimsins, en kylfingarnir sem enda í 21-40. sæti fá takmarkaðan keppnisrétt. Ólafía hóf daginn vel og fékk fugl strax á fyrstu braut en því fylgdu fjögur pör í röð. Var hún að koma sér í góðar stöður, hitta brautirnar vel og gefa sér færi á fuglum sem leiddu til auðveldra parpútta. Tveir fuglar í röð á 6. og 7. braut komu henni í toppbaráttuna eftir að hafa byrjað daginn í þriðja sæti en skolli á elleftu braut kom henni niður í fjórða sætið. Ólafía lét mótlætið ekki brjóta sig niður og krækti í tvo fugla á næstu fimm holum en skolli á sautjándu holu þýddi að hún deildi öðru sæti með þremur öðrum kylfingum fyrir lokaholuna. Tókst henni að bæta við fugli á lokaholunni sem þýddi að hún lauk hringnum á fjórum höggum undir pari með sex fugla og tvo skolla, alls þrettán höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu Vísis frá deginum en fylgst verður með lokahring Ólafíu á morgun á Vísi.Hér má sjá uppfærða stöðu allra keppenda.
Golf Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira