Eitt lítið símtal felldi byggingarisana tvo Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 3. desember 2016 06:00 Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar. vísir/valli „Ég gat ekki séð að þetta færi öðruvísi,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um dóm Hæstaréttar sem sakfelldi átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Upphafið má rekja til þess að starfsmaður Baldurs, sem sá um grófvörudeildina, fékk símtal frá keppinautunum sem báðu hann um að skiptast á verðupplýsingum. Hann neitaði og hringdi í Baldur sem kom og hlustaði næst þegar símtal barst. „Ég er varla kominn inn til hans þegar síminn hringir frá Húsasmiðjunni sem hann leyfði mér að hlusta á. Þetta símtal var borðleggjandi um hvað var í gangi og ég keyrði strax niður til Samkeppniseftirlits og sagði frá.“ Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO, fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna. Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Verðsamráðið sem dæmt var fyrir stóð yfir í sex mánuði, frá september 2010 til mars 2011. „Sektin og málaferlin taka bara til þessara sex mánaða. Hvað var þetta búið að vera í gangi lengi á einn eða annan hátt?“ spyr Baldur. Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum vegna samráðsins við Húsasmiðjuna í fyrra. Málið hófst 2010 er Múrbúðin ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Samkeppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna skýrslu um málið árið 2013. Baldur segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu hafi honum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“ Baldri gremst að stjórnendur og aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir og beinir frá þessu máli . Hann finnur ekki fyrir gleði yfir að áttmenningarnir fengu dóm. Dapurlegt sé hversu málið hafi tekið langan tíma fyrir sakborningana. „En stjórnendur og efstu lögin í fyrirtækjunum eru að labba frá þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var lækkuð fór alls konar fólk að skíta út mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti dómstóll landsins búinn að segja sitt síðasta orð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
„Ég gat ekki séð að þetta færi öðruvísi,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um dóm Hæstaréttar sem sakfelldi átta starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir verðsamráð og samkeppnislagabrot. Upphafið má rekja til þess að starfsmaður Baldurs, sem sá um grófvörudeildina, fékk símtal frá keppinautunum sem báðu hann um að skiptast á verðupplýsingum. Hann neitaði og hringdi í Baldur sem kom og hlustaði næst þegar símtal barst. „Ég er varla kominn inn til hans þegar síminn hringir frá Húsasmiðjunni sem hann leyfði mér að hlusta á. Þetta símtal var borðleggjandi um hvað var í gangi og ég keyrði strax niður til Samkeppniseftirlits og sagði frá.“ Alls voru tólf ákærðir. Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrum framkvæmdastjóri fagsölusviðs BYKO, fékk þyngsta dóminn eða 18 mánaða fangelsi, þar af 15 skilorðsbundna. Stefán Árni Einarsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, og Júlíus Þór Sigurþórsson, fyrrum framkvæmdastjóri vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar, fengu níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Verðsamráðið sem dæmt var fyrir stóð yfir í sex mánuði, frá september 2010 til mars 2011. „Sektin og málaferlin taka bara til þessara sex mánaða. Hvað var þetta búið að vera í gangi lengi á einn eða annan hátt?“ spyr Baldur. Samkeppniseftirlitið sektaði BYKO um 650 milljónir króna vegna brota gegn samkeppnislögum og EES-samningnum vegna samráðsins við Húsasmiðjuna í fyrra. Málið hófst 2010 er Múrbúðin ætlaði að hefja sölu á grófvöru. Samkeppniseftirlitið gerði 416 blaðsíðna skýrslu um málið árið 2013. Baldur segir að eftir að hafa lesið þá skýrslu hafi honum runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. „Þetta var eins og í lygasögu. Ásetningurinn var svo mikill. Og þegar héraðsdómur dæmdi þá svo saklausa og taldi þetta venjuleg viðskipti, veistu?… Það eru bara fífl í þessum héraðsdómi. Ég gat aldrei séð að þetta færi neitt öðruvísi.“ Baldri gremst að stjórnendur og aðrir í fyrirtækjunum gangi hreinir og beinir frá þessu máli . Hann finnur ekki fyrir gleði yfir að áttmenningarnir fengu dóm. Dapurlegt sé hversu málið hafi tekið langan tíma fyrir sakborningana. „En stjórnendur og efstu lögin í fyrirtækjunum eru að labba frá þessu. Fyrir mig er þetta búið að vera rosalegt. Í fyrravor þegar sektin var lækkuð fór alls konar fólk að skíta út mitt nafn og Múrbúðina. En nú eru öll kurl komin til grafar. Nú er æðsti dómstóll landsins búinn að segja sitt síðasta orð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent