Kúkurinn í heita pottinum Sif Sigmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 07:00 Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Það var föstudagur. Ég var eirðarlaus. Fannst eins og ég ætti að vera að gera eitthvað. Mér var sagt að það væri svartur föstudagur. Það var sannarlega svartur föstudagur. Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Eilíf löngun, óslökkvandi eldur. Einmitt. Það var það sem ég átti að vera að gera. Slökkva eldinn, fylla tómið innra með mér. Hrærivél, blandari, sófasett. Sous Vide lofttæmingarvél. Vantar þig eitthvað? Nei, nei, það er bara afsláttur. Andlegt lofttæmi. Smáralind – listagallerí. Auglýsendur eru listamenn samtímans. Sértu að selja snyrtivörur, láttu kaupandanum líða sem ljótustum; sértu að selja tryggingar, fylltu hann af óöryggi; sértu að selja draum sannfærðu hann um að hann sé fastur í martröð. Hárþurrka, vöfflujárn, hrukkukrem. Því það er föstudagurinn svarti. Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Hver var þessi Galileo? Það skiptir ekki máli því við snúumst ekki kringum sólina heldur rassinn á Kim Kardashian. Hvar var hann? Hvað var hann að gera? Á hverju sat hann, í hverju var hann og hvar get ég fengið svoleiðis? Er sílíkon í honum? Ég veit það ekki. En þeir sem búa á Suðurnesjum geta fengið sér United Silicon í öndunarveginn. Snjallsími, tölva, iPad, efnabruni í slímhúð. Hvað á ég að kaupa? Mig vantar ekki sokka. Þrennar buxur á verði einna; hví ekki? Börn í Bangladess, blóðugir fingur. Ég get ekki að því gert. „Tíska er tegund svo óbærilegs ljótleika að henni verður að breyta á sex mánaða fresti.“ Oscar Wilde sagði það. Ég las það á Twitter. Má bjóða þér eggjasuðutæki? Þú meinar pott? Nei, eggjasuðutæki. Brúneggja-hænurnar voru ekki kvaldar til þess að eggin úr þeim væru elduð án þess að Elkó seldi til þess raftæki. Neyta og anda Það var föstudagurinn svarti og mig vantaði ekki neitt. En samt fannst mér ég verða að kaupa eitthvað. Að öðrum kosti væri ég að missa af einhverju. Tilboði. Tækifæri. Lífsfyllingu. Rannsóknir í Bretlandi sýna að einn af hverjum tíu hlutum sem keyptir eru á svarta föstudeginum er aldrei notaður. Losun á rusli stóreykst í kjölfar föstudagsins svarta. Algengast er að um sé að ræða rafmagnsblandara og matvinnsluvélar. Fæstir eru hlutirnir endurunnir. Flestir eru þeir urðaðir. Svo virðist sem hver einasti dagur sé orðinn svartur föstudagur. Því við erum fangar hugmyndafræði: Okkur hefur verið talin trú um að meiri og meiri neysla sé grundvöllur blómlegs efnahagslífs, hamingju okkar og velfarnaðar. Ef við hættum að neyta er okkur öllum lokið; svona eins og ef við hættum að anda deyjum við. Sannleikurinn er auglýsandans – hænan er hamingjusöm ef það stendur á pakkanum. Réttur peninganna til að verða til er æðri rétti fólks til að anda – getur það ekki bara keypt sér Sous Vide vél og pakkað sér inn í lofttæmi? Sársauki barnsins í Bangladess er hagnaðaraukning í Excel-skjali. Lýðræði til sölu, kostar eina tölu og leikreglur eru á bak og burt – banki fylgir í kaupbæti. Við erum þrælar ósannaðrar hagfræðikenningar, jafnfrjáls og hamstur á hlaupahjóli, jafnhamingjusöm og hamingjusama hænan í búrinu hjá Brúneggjum. „Feed me, feed me,“ hrópar hagkerfið á okkur eins og blóðþyrsta blómið í Litlu hryllingsbúðinni sem endar með að gleypa eiganda sinn. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Ef við erum gestir og hótel okkar er jörðin erum við eins og rokkhljómsveitin sem tæmir míní-barinn, ælir í teppið, kastar sjónvarpinu út um gluggann og skítur í heitapottinn. Er líf á öðrum hnöttum? Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Stjörnur. Skínandi klink á himnum. Er líf á öðrum hnöttum? Ef svo er ætti það að óska sér þess að við finnum það aldrei. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Brúneggjamálið Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Það var föstudagur. Ég var eirðarlaus. Fannst eins og ég ætti að vera að gera eitthvað. Mér var sagt að það væri svartur föstudagur. Það var sannarlega svartur föstudagur. Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Eilíf löngun, óslökkvandi eldur. Einmitt. Það var það sem ég átti að vera að gera. Slökkva eldinn, fylla tómið innra með mér. Hrærivél, blandari, sófasett. Sous Vide lofttæmingarvél. Vantar þig eitthvað? Nei, nei, það er bara afsláttur. Andlegt lofttæmi. Smáralind – listagallerí. Auglýsendur eru listamenn samtímans. Sértu að selja snyrtivörur, láttu kaupandanum líða sem ljótustum; sértu að selja tryggingar, fylltu hann af óöryggi; sértu að selja draum sannfærðu hann um að hann sé fastur í martröð. Hárþurrka, vöfflujárn, hrukkukrem. Því það er föstudagurinn svarti. Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Hver var þessi Galileo? Það skiptir ekki máli því við snúumst ekki kringum sólina heldur rassinn á Kim Kardashian. Hvar var hann? Hvað var hann að gera? Á hverju sat hann, í hverju var hann og hvar get ég fengið svoleiðis? Er sílíkon í honum? Ég veit það ekki. En þeir sem búa á Suðurnesjum geta fengið sér United Silicon í öndunarveginn. Snjallsími, tölva, iPad, efnabruni í slímhúð. Hvað á ég að kaupa? Mig vantar ekki sokka. Þrennar buxur á verði einna; hví ekki? Börn í Bangladess, blóðugir fingur. Ég get ekki að því gert. „Tíska er tegund svo óbærilegs ljótleika að henni verður að breyta á sex mánaða fresti.“ Oscar Wilde sagði það. Ég las það á Twitter. Má bjóða þér eggjasuðutæki? Þú meinar pott? Nei, eggjasuðutæki. Brúneggja-hænurnar voru ekki kvaldar til þess að eggin úr þeim væru elduð án þess að Elkó seldi til þess raftæki. Neyta og anda Það var föstudagurinn svarti og mig vantaði ekki neitt. En samt fannst mér ég verða að kaupa eitthvað. Að öðrum kosti væri ég að missa af einhverju. Tilboði. Tækifæri. Lífsfyllingu. Rannsóknir í Bretlandi sýna að einn af hverjum tíu hlutum sem keyptir eru á svarta föstudeginum er aldrei notaður. Losun á rusli stóreykst í kjölfar föstudagsins svarta. Algengast er að um sé að ræða rafmagnsblandara og matvinnsluvélar. Fæstir eru hlutirnir endurunnir. Flestir eru þeir urðaðir. Svo virðist sem hver einasti dagur sé orðinn svartur föstudagur. Því við erum fangar hugmyndafræði: Okkur hefur verið talin trú um að meiri og meiri neysla sé grundvöllur blómlegs efnahagslífs, hamingju okkar og velfarnaðar. Ef við hættum að neyta er okkur öllum lokið; svona eins og ef við hættum að anda deyjum við. Sannleikurinn er auglýsandans – hænan er hamingjusöm ef það stendur á pakkanum. Réttur peninganna til að verða til er æðri rétti fólks til að anda – getur það ekki bara keypt sér Sous Vide vél og pakkað sér inn í lofttæmi? Sársauki barnsins í Bangladess er hagnaðaraukning í Excel-skjali. Lýðræði til sölu, kostar eina tölu og leikreglur eru á bak og burt – banki fylgir í kaupbæti. Við erum þrælar ósannaðrar hagfræðikenningar, jafnfrjáls og hamstur á hlaupahjóli, jafnhamingjusöm og hamingjusama hænan í búrinu hjá Brúneggjum. „Feed me, feed me,“ hrópar hagkerfið á okkur eins og blóðþyrsta blómið í Litlu hryllingsbúðinni sem endar með að gleypa eiganda sinn. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Ef við erum gestir og hótel okkar er jörðin erum við eins og rokkhljómsveitin sem tæmir míní-barinn, ælir í teppið, kastar sjónvarpinu út um gluggann og skítur í heitapottinn. Er líf á öðrum hnöttum? Jörðin. Smápeningur í geimnum, okkar að eyða. Stjörnur. Skínandi klink á himnum. Er líf á öðrum hnöttum? Ef svo er ætti það að óska sér þess að við finnum það aldrei. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun