Ekki alltaf bara sól og sumar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2016 11:00 Margrét og Linda við myndirnar úr Íslandsbók barnanna sem nú eru til sýnis í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Vísir/Stefán Upphaflega átti þessi bók að koma út árið 2009 en hún lenti í hruninu“ segir Margrét Tryggvadóttir um Íslandsbók barnanna sem hún er tilnefnd til bókmenntaverðlauna fyrir. „Ég hafði verið í samstarfi við Forlagið um að gefa út ferðabók fyrir krakka og sumarið 2008 fór ég um allt land með fjölskylduna til að taka myndir í hana. Var búin að skrifa töluverðan texta og sumt af honum er í Íslandsbók barnanna. En hrunið kom og Forlagið treysti sér ekki til að prenta bókina í lit svo hún var lögð í salt. Svo fór ég inn á þing og þá kom sér vel fyrir mig, Kópavogsbúann, að vera búin að kynna mér Suðurlandið og Suðurnesin sem varð mitt kjördæmi.“ Þegar Margrét tók upp bókarþráðinn aftur var hún orðin afhuga þeirri hugmynd að hafa bókina í litlu broti fyrir börn á ferð um landið í bíl. „Það var svo mikill 2007 andi í þeirri hugmynd, ætlast til að börnin færu um allt Ísland, skoðuðu allt og krossuðu við – rosa keppni. Ég fór að hugsa lágstemmdari bók með lýsingu á fyrirbærum, frekar en sérstökum stöðum, þannig að hægt væri að njóta hennar hvar sem væri.“ Hugmynd um að fá teiknaðar myndir í stað ljósmyndanna komu frá Forlaginu að sögn Margrétar. „Við ákváðum að búa til flotta bók svo mér datt í hug að fá Lindu Ólafsdóttur til að vinna með mér, ég hafði séð verk eftir hana, hún er bæði myndlistarmaður og menntaður myndskreytir, lærð í San Francisco og vinnur líka í Bandaríkjunum. Mig langaði að fá einhvern sem hefði ferska sýn á landið okkar. Þegar við fórum að vinna saman kom upp sú hugmynd að fara í gegnum heilt ár í myndunum svo við byrjum að vori, förum í gegnum sumarið, haustið og veturinn og svo kemur aftur vor. Þá klippti ég allan texta í sundur og raðaði honum á árstíðirnar og það gerir skemmtilegt flæði í bókinni. Ólíkt langflestum barnabókum er ekki bara sól og sumar allan tímann.“ Margrét segir að Íslendingum þyki vænt um landið sitt og séu líka pínu hræddir um það. „Ef við ætlum í sameiningu að eiga landið áfram þarf okkur öllum að þykja vænt um það eins og það er – og þar er myrkur og rigning og alls konar óveður innifalið. Við verðum að kunna að meta það líka,“ bendir hún á og segir það hina djúpu hugmyndafræði á bak við bókina. „Svo er Ísland líka orðið fjölmenningarsamfélag en ekki eins og það var um 1970 og Linda kemur því að í myndunum sínum. Til dæmis í einni stórri mynd sem sýnir hátíðahöld 17. júní, þar er breidd í mannlífinu því innan um er fólk sem greinilega er ættað annars staðar úr veröldinni.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember 2016. Menning Tengdar fréttir Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Upphaflega átti þessi bók að koma út árið 2009 en hún lenti í hruninu“ segir Margrét Tryggvadóttir um Íslandsbók barnanna sem hún er tilnefnd til bókmenntaverðlauna fyrir. „Ég hafði verið í samstarfi við Forlagið um að gefa út ferðabók fyrir krakka og sumarið 2008 fór ég um allt land með fjölskylduna til að taka myndir í hana. Var búin að skrifa töluverðan texta og sumt af honum er í Íslandsbók barnanna. En hrunið kom og Forlagið treysti sér ekki til að prenta bókina í lit svo hún var lögð í salt. Svo fór ég inn á þing og þá kom sér vel fyrir mig, Kópavogsbúann, að vera búin að kynna mér Suðurlandið og Suðurnesin sem varð mitt kjördæmi.“ Þegar Margrét tók upp bókarþráðinn aftur var hún orðin afhuga þeirri hugmynd að hafa bókina í litlu broti fyrir börn á ferð um landið í bíl. „Það var svo mikill 2007 andi í þeirri hugmynd, ætlast til að börnin færu um allt Ísland, skoðuðu allt og krossuðu við – rosa keppni. Ég fór að hugsa lágstemmdari bók með lýsingu á fyrirbærum, frekar en sérstökum stöðum, þannig að hægt væri að njóta hennar hvar sem væri.“ Hugmynd um að fá teiknaðar myndir í stað ljósmyndanna komu frá Forlaginu að sögn Margrétar. „Við ákváðum að búa til flotta bók svo mér datt í hug að fá Lindu Ólafsdóttur til að vinna með mér, ég hafði séð verk eftir hana, hún er bæði myndlistarmaður og menntaður myndskreytir, lærð í San Francisco og vinnur líka í Bandaríkjunum. Mig langaði að fá einhvern sem hefði ferska sýn á landið okkar. Þegar við fórum að vinna saman kom upp sú hugmynd að fara í gegnum heilt ár í myndunum svo við byrjum að vori, förum í gegnum sumarið, haustið og veturinn og svo kemur aftur vor. Þá klippti ég allan texta í sundur og raðaði honum á árstíðirnar og það gerir skemmtilegt flæði í bókinni. Ólíkt langflestum barnabókum er ekki bara sól og sumar allan tímann.“ Margrét segir að Íslendingum þyki vænt um landið sitt og séu líka pínu hræddir um það. „Ef við ætlum í sameiningu að eiga landið áfram þarf okkur öllum að þykja vænt um það eins og það er – og þar er myrkur og rigning og alls konar óveður innifalið. Við verðum að kunna að meta það líka,“ bendir hún á og segir það hina djúpu hugmyndafræði á bak við bókina. „Svo er Ísland líka orðið fjölmenningarsamfélag en ekki eins og það var um 1970 og Linda kemur því að í myndunum sínum. Til dæmis í einni stórri mynd sem sýnir hátíðahöld 17. júní, þar er breidd í mannlífinu því innan um er fólk sem greinilega er ættað annars staðar úr veröldinni.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. desember 2016.
Menning Tengdar fréttir Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Íslensku bókmenntaverðlaunin: Í fyrsta skipti sem höfundur er tilnefndur fyrir tvær bækur Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; flokki fræðirita og bóka almenns eðlis, flokki barna-og ungmennabóka og flokki fagurbókmennta. 1. desember 2016 17:30