Innlent

Ferðasaga nýs þingmanns á Bessastaði: Forsetinn „góður gestgjafi og eðalnörd“

Atli Ísleifsson skrifar
Andrés Ingi Jónsson, Guðni Th. Jóhannesson og Ásta Guðrún Helgadóttir.
Andrés Ingi Jónsson, Guðni Th. Jóhannesson og Ásta Guðrún Helgadóttir. Mynd/Andrés Ingi
Andrés Ingi Jónsson, nýr þingmaður Vinstri grænna, var í hópi þingmanna sem mætti til veislu á Bessastöðum sem forsetinn Guðni Th. Jóhannesson bauð til í kvöld.

Andrés Ingi skrásetti ferðasöguna nokkuð skilmerkilega á Twitter-síðu sinni, en nýir þingmenn eru þessa dagana að venjast nýju hlutverki bíða spenntir eftir að þing komi loks saman næstkomandi þriðjudag.

Andrés Ingi segir frá því á Twitter að hann hafi byrjað heimsóknina á því að rita nafn sitt í gestabók forsetans, líkt og venja er.

Að því loknu stillti Andrés Ingi sér upp með Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri Grænna, fyrir framan Kjarvalsverkið Flugþrá sem sett var upp í móttökusal Bessastaða eftir embættistöku Guðna. Tekin var „selfie“ áður en þingmennirnir þurftu frá að hverfa vegna komu Guðna og forsetafrúarinnar Elizu Reid.

Næst birtir Andrés Ingi mynd af saltkjöti í hlaupi sem boðið var upp á í veislunni.

Guðni bauð svo þingmönnum upp á leiðsögn um Bessastaði og lýsti Andrés Ingi forsetanum sem „góðum gestgjafa og eðalnörd“.

Eftirrétturinn á ballinu á Bessastöðum var svo á þessa leið.

Loks birtir Andrés Ingi svo mynd af sjálfum sér með Guðna forseta. Fyrir aftan þá félaga má svo sjá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Pírata, bregða á leik.

Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Björt Ólafsdóttir.Vísir/Eyþór
Eliza Reid, Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson.Vísir/Eyþór
Þingmenn mæta til Bessastaða.Vísir/Eyþór

Tengdar fréttir

Bók forsetans um forsetana komin út

Bókin Fyrstu forsetarnir – embætti þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld eftir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kemur út í dag hjá Sögufélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×