Vajiralongkorn tekur við sem kóngur í Taílandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. desember 2016 06:00 Taílenskir munkar búa sig undir bænahald við málverk af Vajiralongkorn, sem tekur væntanlega formlega við af föður sínum í dag eða á morgun. Fréttablaðið/EPA Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki. Kóngafólk Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Taíland Konungstitill nýs Taílandskonungs er „Hans hátign Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun konungur“, en hann verður einnig nefndur Rama X. Hann er 64 ára gamall. Hann féllst í gær formlega á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við konungstign af föður sínum. Hátíðleg athöfn verður síðan líklega haldin í dag eða á morgun þar sem hann tekur formlega við konungstigninni. Faðir hans, Bhumibol Adulyadej, lést 13. október síðastliðinn. Hann var 88 ára og hafði ríkt í sjötíu ár, lengur en nokkur annar þjóðhöfðingi þessi árin. Upphaflega var reiknað með því að Vajiralongkorn myndi taka við konungstigninni strax daginn eftir að faðir hans lést. Það hefur hins vegar dregist, að sögn að ósk prinsins sjálfs. Prayuth Chan-ocha forsætisráðherra hefur sagt að Vajiralongkorn hafi farið fram á það vegna þess að hann þyrfti nægan tíma til þess að syrgja föður sinn. Bhumibol naut mikillar virðingar meðal Taílendinga, svo mjög að afar hart var tekið á því ef einhver dirfðist að gera lítið úr honum eða gagnrýna hann. Sonurinn hefur hins vegar sætt margvíslegri gagnrýni fyrir líferni sitt, sem gengið hefur fram af mörgum Taílendingum. Væntanlega verður þess þó vandlega gætt að sú gagnrýni fari hljótt framvegis. Fimmtíu dagar eru liðnir frá því konungurinn lést. Strax eftir lát hans var lýst yfir þjóðarsorg í heilt ár í Taílandi. Lík hans hefur enn ekki verið brennt við hátíðlega athöfn, en það verður gert á endanum. Hugsanlega þó ekki fyrr en einhvern tíma að loknu þessu tólf mánaða langa sorgartímabili. Vajiralongkorn hefur lítið dvalið í Taílandi undanfarið. Talið er að hann hafi verið í sunnanverðu Þýskalandi þar sem hann á glæsihús eitt. Konungur Taílands hefur ekki mikil formleg völd, en Bhumibol gegndi mikilvægu hlutverki við að halda friði meðal þjóðarinnar, sem hefur lengi verið klofin í djúpstæðum pólitískum illdeilum. Þegar Vajiralongkorn tekur við reynir á hvort hann geti risið undir því hlutverki.
Kóngafólk Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira