Flokkarnir á öndverðum meiði um skattamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 1. desember 2016 15:51 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við Sjálfstæðisflokk, enda sé sýn flokkanna tveggja á ýmis mál afar ólík. Hún segir flokkana meðal annars hafa verið á öndverðum meiði um hátekjuskatt á laun hærri en ein og hálf milljón. „Við höfum talað fyrir ákveðnum leiðum í þessum efnum og talað mjög sterkt fyrir því hvernig megi styrkja innviðina í samfélaginu og hvaða leiðir þurfi að fara til þess [...] Við höfum að sjálfsögðu haldið til haga okkar stefnu að nýta skattkerfið til tekjuöflunar og það er auðvitað mikilvægur þáttur í okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Hún tekur þó fram að ekki hafi steytt á neinu ákveðnu máli. „Við vorum auðvitað bara að ræða saman óformlega þannig að það er ekki eins og það hafi steytt á einhverju tilteknu máli. En það liggur auðvitað fyrir að sýn og nálgun þessara flokka, til dæmis þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisútgjöldum, og tekjuöflun ríkisins, er mjög ólík, svo dæmi séu tekin. En ég vil ekki segja að það hafi steytt á neinu atriði heldur má segja að það sé ansi langt á milli flokka.“ Grundvöllur fyrir þjóðstjórn Aðspurð hvert framhaldið sé segir hún að mögulega sé kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn. „Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í því að slá af sínum kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara jafnvel í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki tekst að mynda hefðbundna meirihlutastjórn með hugmyndafræðilegar áherslur.“Og þá kjósa aftur? „Ja, einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan fyrr.“ Katrín segir nú ákveðna óvissu ríkja en tekur fram að samtöl flokkanna tveggja verði dýrmætt veganesti inn í samstarfið á Alþingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem hann tók við Katrínu á Alþingi í dag. Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að ekki hafi verið málefnalegur grundvöllur fyrir áframhaldandi viðræðum við Sjálfstæðisflokk, enda sé sýn flokkanna tveggja á ýmis mál afar ólík. Hún segir flokkana meðal annars hafa verið á öndverðum meiði um hátekjuskatt á laun hærri en ein og hálf milljón. „Við höfum talað fyrir ákveðnum leiðum í þessum efnum og talað mjög sterkt fyrir því hvernig megi styrkja innviðina í samfélaginu og hvaða leiðir þurfi að fara til þess [...] Við höfum að sjálfsögðu haldið til haga okkar stefnu að nýta skattkerfið til tekjuöflunar og það er auðvitað mikilvægur þáttur í okkar stefnu,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Hún tekur þó fram að ekki hafi steytt á neinu ákveðnu máli. „Við vorum auðvitað bara að ræða saman óformlega þannig að það er ekki eins og það hafi steytt á einhverju tilteknu máli. En það liggur auðvitað fyrir að sýn og nálgun þessara flokka, til dæmis þegar kemur að efnahagsmálum, ríkisútgjöldum, og tekjuöflun ríkisins, er mjög ólík, svo dæmi séu tekin. En ég vil ekki segja að það hafi steytt á neinu atriði heldur má segja að það sé ansi langt á milli flokka.“ Grundvöllur fyrir þjóðstjórn Aðspurð hvert framhaldið sé segir hún að mögulega sé kominn grundvöllur fyrir þjóðstjórn. „Ég hef sagt að allir flokkar þurfi að fara að velta því fyrir sér hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga í því að slá af sínum kröfum. Hvort það sé jafnvel orðinn grundvöllur fyrir því að fara jafnvel í einhvers konar þjóðstjórn ef ekki tekst að mynda hefðbundna meirihlutastjórn með hugmyndafræðilegar áherslur.“Og þá kjósa aftur? „Ja, einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan fyrr.“ Katrín segir nú ákveðna óvissu ríkja en tekur fram að samtöl flokkanna tveggja verði dýrmætt veganesti inn í samstarfið á Alþingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Þorbjörns Þórðarsonar, fréttamanns Stöðvar 2, sem hann tók við Katrínu á Alþingi í dag.
Tengdar fréttir Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sjá meira
Katrín og Bjarni slíta viðræðum: „Auðvelt að halda því fram að það sé stjórnarkreppa í landinu“ Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins eiga ekki lengur í óformlegum viðræðum um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf þessara tveggja flokka. 1. desember 2016 14:46