Innlent

Eggjakvóti verði gefinn frjáls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brúnegg í kæli
Brúnegg í kæli Vísir/Daníel

„Vegna þess trúnaðarbrests sem orðið hefur á milli neytenda og verslunar annars vegar og eggjaframleiðandans Brúneggja hins vegar vegna illrar meðferðar á dýrum er fyrirsjáanlegt að framboð á eggjum í verslunum dragist saman um allt að 20% í mestu baksturstíð ársins.“

Þetta segir Félag atvinnurekenda, sem skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×