Kjötið selt sem vistvænar unghænur Svavar Hávarðsson skrifar 1. desember 2016 07:00 Eftir að varphænur hafa lokið hlutverki sínu er þeim slátrað til manneldis. Brúnegg seldi sínar hænur sem vistvænar unghænur. vísir/Anton Brink Nokkur fyrirtæki hafa þegið boð forsvarsmanna Brúneggja um að skoða aðstæður á búum fyrirtækisins áður en þau taka endanlega ákvörðun um að hætta viðskiptum við fyrirtækið með öllu. Hætti þeir viðskiptum verður hluta af stofninum slátrað. Brúnegg hefur selt varphænur sínar sem vistvænar unghænur. Engu var slátrað frá fyrirtækinu til manneldis árið 2015, þegar afskipti Matvælastofnunar af rekstrinum voru sem mest, en á fimmta þúsund fuglum á þessu ári. Kristinn Gylfi Jónsson, einn eigenda Brúneggja, segir það smá glætu í tilverunni að viðskiptavinir ætli að skoða aðstæður, í ljósi þess að allir kaupendur að vörum þeirra hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið. Spurður um hvort Brúnegg hafi stóran lager af eggjum sem nú er óseljanlegur, eða að framleiðsla fyrirtækisins safnist einfaldlega fyrir á næstu dögum og vikum, svarar Kristinn því til að fyrirtækið hafi til þessa ekki annað eftirspurn. Kristinn Gylfi Jónsson „Við eigum því engan lager og þurfum engu að farga. Við þurfum ekki heldur að taka afstöðu til þess á næstu dögum hvort þarf að gera slíkt. Slík vandamál eru ekki komin upp. Í lengstu lög reynum við að komast hjá því að farga afurðum frá okkur,“ segir Kristinn en flestir eggjaframleiðendur reyna að eiga einnar til tveggja vikna lager. Hann bætir við að áform um að taka nýtt hús fyrirtækisins í notkun á næstu dögum hafi ekkert breyst. „Við erum að leggja niður elsta hlutann af búinu okkar á Teigi í þessari viku. Við gerum það eins og sakir standa núna en framtíðin verður að leiða í ljós hvort það er rétt ákvörðun,“ segir Kristinn en í nýja varphúsinu verða 4.000 til 4.500 fuglar. Þegar spurt er um stöðuna þegar fram líður, og ef ekki tekst að endurnýja fyrri viðskiptasambönd, telur Kristinn aðeins um eitt að ræða. „Þá slátrum við úr stofninum hjá okkur. Við erum með mjög stóran stofn enda vorum við með 18 til 20% markaðshlutdeild. Þannig að það er kannski fimmta hver hæna í landinu,“ segir Kristinn en vill ekki gefa nánari upplýsingar um varpstofn Brúneggja, framleiðslutölur eða hvernig staðið verður að slátrun komi til slíkra aðgerða. „Oft er hænum slátrað og viðurkenndar aðferðir eru til þess. Þær eru seldar sem unghænur kannski, við höfum gert það aðeins í gegnum tíðina,“ segir Kristinn þó, sem greindi frá því í viðtali við Bændablaðið í september 2014 að eftir að þeirra fuglar ljúka varptíma sínum „er þeim slátrað og höfum við reynt að nýta allt kjöt sem til fellur. Við höfum slátrað þeim hjá Ísfugli og selt sem vistvænar unghænur. Það er fugl sem er ekki eldaður eins og venjulegur kjúklingur, hann þarf mun meiri eldun og er til að mynda vinsæll í austurlenska matargerð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Nokkur fyrirtæki hafa þegið boð forsvarsmanna Brúneggja um að skoða aðstæður á búum fyrirtækisins áður en þau taka endanlega ákvörðun um að hætta viðskiptum við fyrirtækið með öllu. Hætti þeir viðskiptum verður hluta af stofninum slátrað. Brúnegg hefur selt varphænur sínar sem vistvænar unghænur. Engu var slátrað frá fyrirtækinu til manneldis árið 2015, þegar afskipti Matvælastofnunar af rekstrinum voru sem mest, en á fimmta þúsund fuglum á þessu ári. Kristinn Gylfi Jónsson, einn eigenda Brúneggja, segir það smá glætu í tilverunni að viðskiptavinir ætli að skoða aðstæður, í ljósi þess að allir kaupendur að vörum þeirra hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið. Spurður um hvort Brúnegg hafi stóran lager af eggjum sem nú er óseljanlegur, eða að framleiðsla fyrirtækisins safnist einfaldlega fyrir á næstu dögum og vikum, svarar Kristinn því til að fyrirtækið hafi til þessa ekki annað eftirspurn. Kristinn Gylfi Jónsson „Við eigum því engan lager og þurfum engu að farga. Við þurfum ekki heldur að taka afstöðu til þess á næstu dögum hvort þarf að gera slíkt. Slík vandamál eru ekki komin upp. Í lengstu lög reynum við að komast hjá því að farga afurðum frá okkur,“ segir Kristinn en flestir eggjaframleiðendur reyna að eiga einnar til tveggja vikna lager. Hann bætir við að áform um að taka nýtt hús fyrirtækisins í notkun á næstu dögum hafi ekkert breyst. „Við erum að leggja niður elsta hlutann af búinu okkar á Teigi í þessari viku. Við gerum það eins og sakir standa núna en framtíðin verður að leiða í ljós hvort það er rétt ákvörðun,“ segir Kristinn en í nýja varphúsinu verða 4.000 til 4.500 fuglar. Þegar spurt er um stöðuna þegar fram líður, og ef ekki tekst að endurnýja fyrri viðskiptasambönd, telur Kristinn aðeins um eitt að ræða. „Þá slátrum við úr stofninum hjá okkur. Við erum með mjög stóran stofn enda vorum við með 18 til 20% markaðshlutdeild. Þannig að það er kannski fimmta hver hæna í landinu,“ segir Kristinn en vill ekki gefa nánari upplýsingar um varpstofn Brúneggja, framleiðslutölur eða hvernig staðið verður að slátrun komi til slíkra aðgerða. „Oft er hænum slátrað og viðurkenndar aðferðir eru til þess. Þær eru seldar sem unghænur kannski, við höfum gert það aðeins í gegnum tíðina,“ segir Kristinn þó, sem greindi frá því í viðtali við Bændablaðið í september 2014 að eftir að þeirra fuglar ljúka varptíma sínum „er þeim slátrað og höfum við reynt að nýta allt kjöt sem til fellur. Við höfum slátrað þeim hjá Ísfugli og selt sem vistvænar unghænur. Það er fugl sem er ekki eldaður eins og venjulegur kjúklingur, hann þarf mun meiri eldun og er til að mynda vinsæll í austurlenska matargerð.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Brúneggjamálið Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00