Jörðin á Grímsstöðum seld til bresks milljarðamærings: „Fengu svakalega góða tölu fyrir þetta“ Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2016 22:53 Jim Ratcliffe er sagður ætla að gera ekki neitt við Grímsstaði. Vísir/Getty Búið er að selja meirihluta jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum til breska milljaðamæringsins Jim Ratcliffe. Sá er mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefur gert það víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf. Sá sem annaðist söluna fyrir hönd jarðeigenda er fasteignasalinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hann hafði verið með Grímsstaði á sölu í nokkur ár og var fyrst um sinn farið fram á milljarð króna fyrir landið. „Verðið var of hátt greinilega svo við ákváðum að lækka það,“ segir Jóhann Friðgeir í samtali við Vísi og var verðið lækkað í 780 milljónir króna.Jóhann Friðgeir Valdimarsson, fasteignasali.Vísir/Valgarður„Eftir það komu nokkur góð tilboð. Besta tilboðið var mjög gott en það var bundið því að menn hefðu geta sett upp vindmyllur þarna. Um er að ræða græna orku en það hefði sennilega ekki náðst í gegn vegna sjónmengunar,“ segir Jóhann Friðgeir. Þeir aðilar sem áttu besta tilboðið voru erlendir aðilar með íslenska tengiliði. Nokkrir aðrir erlendir aðilar gerðu einnig tilboð en ekki fæst upp gefið hve há þau voru né hversu mikið Ratcliffe greiðir fyrir þessa jörð. „En þeir fengu svakalega góða tölu fyrir þetta,“ segir Jóhann Friðgeir. Um er að ræða Grímsstaði og Grímstungu sem eru í eigu tveggja fjölskylda. Landinu er skipt upp í átján hluta en íslenska ríkið á fjóra af þeim átján hlutum. „Það er í rauninni verið að selja allt annað, nema einhvern smáhluta,“ segir Jóhann Friðgeir. Hann segir Íslendinga geta verið sæla með þessa sölu. „Seljendurnir eru ánægðir og allir þeir sem höfðu áhyggjur af því að þarna kæmi einhver brjálæðingur að gera einhverja stóra hluti, það verður ekki. Hann ætlar að gera akkúrat ekki neitt. Allir ábúendur fá að vera þarna óáreittir og fá að halda áfram búrækt þarna,“ segir Jóhann Friðgeir. Það á til að mynda einnig við um rekstur ferðaþjónustu í Grímstungu. Þar með lýkur nokkurra ára ferli sem varðar sölu á Grímsstöðum á Fjöllum. Það er vafalaust mörgum enn í fersku minni þegar kínverjinn Huang Nubo vildi kaupa jörðina fyrir einum fimm árum. Var hugmyndin að reisa einskonar heilsuþorp á Grímsstöðum með hóteli og golfvelli. Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Sagði Ögmundur að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eingarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið. Tengdar fréttir Viðræðum við Nubo slitið Stjórn félagsins sem ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum hefur slitið viðræðum við kínverska fjárfestinn Huang Nubo. 12. desember 2014 15:53 Huang Nubo með einkakokk á Everest Kínverski auðkýfingurinn Huang Nubo, sem ætti að vera Íslendingum vel kunnugur, er nú á leiðinni á Everest í annað sinn. 4. maí 2013 21:30 Nubo snýr sér til Noregs Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sem lengi hefur haft það á prjónunum að byggja upp ferðamannastað á Grímsstöðum á fjöllum, virðist nú vera að beina athyglinni til Noregs. Rætt er við Nubo á vefsíðu Bloomberg fréttaveitunnar og þar segir að hann sé í viðræðum um að kaupa hótel í Osló og að hann sé að leita að frekari fjárfestingarmöguleikum öðrum norskum borgum í ljósi þess að ekkert þokast í samkomulagsátt hvað varðar Grímsstaði á Fjöllum. 13. febrúar 2014 08:32 Nubo líkt við illmennið Dr. No úr James Bond Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segist í viðtali við der Spiegel eiga erfitt með að skilja af hverju fjárfestingaráform hans hér á landi hafi verið svona umdeild. 27. október 2012 11:47 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Búið er að selja meirihluta jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum til breska milljaðamæringsins Jim Ratcliffe. Sá er mikill áhugamaður um verndun laxastofna og hefur gert það víðs vegar um heim. Hann hafði áður fest kaup á þremur jörðum í Vopnafirði þar sem eru miklar laxveiðiár en kaupin á Grímsstöðum eru sögð mikilvægur þáttur í að vernda villta laxastofna við Atlantshaf. Sá sem annaðist söluna fyrir hönd jarðeigenda er fasteignasalinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Hann hafði verið með Grímsstaði á sölu í nokkur ár og var fyrst um sinn farið fram á milljarð króna fyrir landið. „Verðið var of hátt greinilega svo við ákváðum að lækka það,“ segir Jóhann Friðgeir í samtali við Vísi og var verðið lækkað í 780 milljónir króna.Jóhann Friðgeir Valdimarsson, fasteignasali.Vísir/Valgarður„Eftir það komu nokkur góð tilboð. Besta tilboðið var mjög gott en það var bundið því að menn hefðu geta sett upp vindmyllur þarna. Um er að ræða græna orku en það hefði sennilega ekki náðst í gegn vegna sjónmengunar,“ segir Jóhann Friðgeir. Þeir aðilar sem áttu besta tilboðið voru erlendir aðilar með íslenska tengiliði. Nokkrir aðrir erlendir aðilar gerðu einnig tilboð en ekki fæst upp gefið hve há þau voru né hversu mikið Ratcliffe greiðir fyrir þessa jörð. „En þeir fengu svakalega góða tölu fyrir þetta,“ segir Jóhann Friðgeir. Um er að ræða Grímsstaði og Grímstungu sem eru í eigu tveggja fjölskylda. Landinu er skipt upp í átján hluta en íslenska ríkið á fjóra af þeim átján hlutum. „Það er í rauninni verið að selja allt annað, nema einhvern smáhluta,“ segir Jóhann Friðgeir. Hann segir Íslendinga geta verið sæla með þessa sölu. „Seljendurnir eru ánægðir og allir þeir sem höfðu áhyggjur af því að þarna kæmi einhver brjálæðingur að gera einhverja stóra hluti, það verður ekki. Hann ætlar að gera akkúrat ekki neitt. Allir ábúendur fá að vera þarna óáreittir og fá að halda áfram búrækt þarna,“ segir Jóhann Friðgeir. Það á til að mynda einnig við um rekstur ferðaþjónustu í Grímstungu. Þar með lýkur nokkurra ára ferli sem varðar sölu á Grímsstöðum á Fjöllum. Það er vafalaust mörgum enn í fersku minni þegar kínverjinn Huang Nubo vildi kaupa jörðina fyrir einum fimm árum. Var hugmyndin að reisa einskonar heilsuþorp á Grímsstöðum með hóteli og golfvelli. Ögmundur Jónasson, þáverandi innanríkisráðherra, hafnaði beiðni Nubo um að veitt yrði undanþága frá lögum vegna kaupa á hlut í jörðinni á Grímsstöðum árið 2011. Sagði Ögmundur að eignarhaldsfélag Nubos hefði ekki uppfyllt lög um afnot og eingarrétt. Hefði ráðuneytið fallist á ósk hans yrði það að samþykkja allar umsóknir utan EES í kjölfarið.
Tengdar fréttir Viðræðum við Nubo slitið Stjórn félagsins sem ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum hefur slitið viðræðum við kínverska fjárfestinn Huang Nubo. 12. desember 2014 15:53 Huang Nubo með einkakokk á Everest Kínverski auðkýfingurinn Huang Nubo, sem ætti að vera Íslendingum vel kunnugur, er nú á leiðinni á Everest í annað sinn. 4. maí 2013 21:30 Nubo snýr sér til Noregs Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sem lengi hefur haft það á prjónunum að byggja upp ferðamannastað á Grímsstöðum á fjöllum, virðist nú vera að beina athyglinni til Noregs. Rætt er við Nubo á vefsíðu Bloomberg fréttaveitunnar og þar segir að hann sé í viðræðum um að kaupa hótel í Osló og að hann sé að leita að frekari fjárfestingarmöguleikum öðrum norskum borgum í ljósi þess að ekkert þokast í samkomulagsátt hvað varðar Grímsstaði á Fjöllum. 13. febrúar 2014 08:32 Nubo líkt við illmennið Dr. No úr James Bond Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segist í viðtali við der Spiegel eiga erfitt með að skilja af hverju fjárfestingaráform hans hér á landi hafi verið svona umdeild. 27. október 2012 11:47 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Sjá meira
Viðræðum við Nubo slitið Stjórn félagsins sem ætlaði að kaupa Grímsstaði á Fjöllum hefur slitið viðræðum við kínverska fjárfestinn Huang Nubo. 12. desember 2014 15:53
Huang Nubo með einkakokk á Everest Kínverski auðkýfingurinn Huang Nubo, sem ætti að vera Íslendingum vel kunnugur, er nú á leiðinni á Everest í annað sinn. 4. maí 2013 21:30
Nubo snýr sér til Noregs Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo sem lengi hefur haft það á prjónunum að byggja upp ferðamannastað á Grímsstöðum á fjöllum, virðist nú vera að beina athyglinni til Noregs. Rætt er við Nubo á vefsíðu Bloomberg fréttaveitunnar og þar segir að hann sé í viðræðum um að kaupa hótel í Osló og að hann sé að leita að frekari fjárfestingarmöguleikum öðrum norskum borgum í ljósi þess að ekkert þokast í samkomulagsátt hvað varðar Grímsstaði á Fjöllum. 13. febrúar 2014 08:32
Nubo líkt við illmennið Dr. No úr James Bond Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segist í viðtali við der Spiegel eiga erfitt með að skilja af hverju fjárfestingaráform hans hér á landi hafi verið svona umdeild. 27. október 2012 11:47