Boðað til samningafundar í kjaradeilu sjómanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2016 12:31 Formaður Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir áramót. Vísir/Ernir Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Boðað hefur til samningafundar í kjaradeilu sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 í fyrramálið, en fyrst var greint frá þessu á vef RÚV. Að sögn Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, munu samninganefndir sjómanna hittast í dag og fara yfir málin en verkfall sjómanna hófst í liðinni viku eftir að þeir felldu nýgerðan kjarasamning. Valmundur kveðst ekki vita hvað verði rætt á fundinum á morgun. Hann er ekki bjartsýnn á að það náist samningar fyrir jól. Aðspurður hvort hann haldi að það takist að semja fyrir áramót segir Valmundur: „Það er aldrei að vita en maður er ekki bjartsýnn miðað við hvernig ástandið er núna.“ Hann segir málið ekki endilega snúast um hærri laun heldur meira um vinnutíma og mönnun á skipum. „Það er ýmislegt sem sjómenn hafa ekki sem aðrir hafa, til dæmis desemberorlofsuppbót, frí hlífðarföt og svo auðvitað sjómannaafslátturinn sem var tekinn af okkur með lögum, menn eru ekki sáttir við það. Við vitum auðvitað að við gerum ekki kröfu á ríkið, þeir eru ekki okkar viðsemjendur, en þá gerum við þá kröfu á útgerðarmenn að þeir greiði sjómönnum uppbót fyrir sjómannaafslátt,“ segir Valmundur og bendir á að þeir sem vinni á farskipum, hafrannsóknarskipum og varðskipum fái greidda uppbót fyrir sjómannaafsláttinn en fiskimenn ekki.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45 Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Verkfall sjómanna getur haft áhrif á þúsundir annarra starfa Verkalýðsfélög hafa áhyggjur af stöðunni 17. desember 2016 18:45
Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið 640 milljónir á dag Verkfall sjómanna kostar þjóðarbúið rúmlega 640 milljónir króna á dag vegna tapaðra útflutningstekna. Á þremur mánuðum selja íslensk fyrirtæki sjávarafurðir fyrir 57 milljarða króna þannig að ljóst er að verkfallið verður mjög kostnaðarsamt ef það dregst á langinn. 16. desember 2016 18:55
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27