Finni sem býr á Írlandi ráðinn afreksstjóri Golfsambands Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 12:30 Jussi Pitkanen. Mynd/Golfsamband Íslands Finninn Jussi Pitkanen hefur störf sem afreksstjóri Golfsambands Íslands í byrjun næsta árs en hann tekur við af Úlfari Jónssyni sem hefur verið landsliðsþjálfari GSÍ á undanförnum árum. Jussi Pitkanen er 39 ára gamall, fæddur í Finnlandi, en hefur búið og starfað á Írlandi í mörg ár. Hann verður búsettur í Dublin á Írlandi en kemur hingað til lands með reglulegu millibili. „Með með ráðningu Jussi Pitkanen munum við fá virkilega metnaðarfullan og hæfan einstakling til þess að leiða afreksmál GSÍ. Jussi Pitkanen hefur víðtæka reynslu á öllum sviðum sem mun nýtast honum og okkur vel á okkar vegferð við að fylgja okkar afreksstefnu og við byggja upp íslenska afrekskylfinga og landslið Íslands til framtíðar,“ segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ í frétt á golf.is en um 50 aðilar sóttu um stöðu afreksstjóra GSí og þar af bárust 46 umsóknir frá erlendum aðilum. „Ég hef lengi haft það sem markmið og átt mér þann draum að fá tækifæri í slíku starfi. Á undanförnum árum hef ég einbeitt mér að því að afla mér enn meiri þekkingar til þess að vera tilbúinn til þess að leiða landsliðsstarf. Það sem vakti mestan áhuga hjá mér á starfinu var starfslýsingin. Þar var tekið fram að sá sem yrði ráðinn ætti ekki aðeins að einbeita sér að afreksstarfinu hjá þeim elstu. Það var einnig óskað eftir því að sá sem yrði ráðinn ætti að leggja línurnar fyrir heildarmyndina í afreksstarfinu hjá GSÍ. Ég var viss um að reynslan mín og þekking gæti nýst vel í þetta verkefni,“ sagði Jussi Pitkanen við golf.is. Jussi bætir því við að hann hafi mikinn áhuga á að kynna sér söguna sem býr að baki árangri atvinnukylfinga frá Íslandi og nefnir þar Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Birgi Leif Hafþórsson sem dæmi. „Þau hafa náð lengst hér á landi og mér finnst mjög áhugavert að skoða sögu þeirra, hvað þau gerðu og hvernig, og ég get þá bætt reynslu minni í þann gagnagrunn sem er til staðar hér á landi hvað þetta varðar. Ég hef verið heppinn að kynnast nokkrum íslenskum afrekskylfingum í gegnum starf mitt hjá Dave Pelz. Ég hef verið í sambandi við nokkra þeirra frá þeim tíma og þeir hafa upplýst mig um ýmislegt sem hefur verið í gangi hér á landi,“ sagði Jussi Pitkanen í fyrrnefndu viðtal á heimasíðu Golfsambands Íslands. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Finninn Jussi Pitkanen hefur störf sem afreksstjóri Golfsambands Íslands í byrjun næsta árs en hann tekur við af Úlfari Jónssyni sem hefur verið landsliðsþjálfari GSÍ á undanförnum árum. Jussi Pitkanen er 39 ára gamall, fæddur í Finnlandi, en hefur búið og starfað á Írlandi í mörg ár. Hann verður búsettur í Dublin á Írlandi en kemur hingað til lands með reglulegu millibili. „Með með ráðningu Jussi Pitkanen munum við fá virkilega metnaðarfullan og hæfan einstakling til þess að leiða afreksmál GSÍ. Jussi Pitkanen hefur víðtæka reynslu á öllum sviðum sem mun nýtast honum og okkur vel á okkar vegferð við að fylgja okkar afreksstefnu og við byggja upp íslenska afrekskylfinga og landslið Íslands til framtíðar,“ segir Brynjar Eldon Geirsson framkvæmdastjóri GSÍ í frétt á golf.is en um 50 aðilar sóttu um stöðu afreksstjóra GSí og þar af bárust 46 umsóknir frá erlendum aðilum. „Ég hef lengi haft það sem markmið og átt mér þann draum að fá tækifæri í slíku starfi. Á undanförnum árum hef ég einbeitt mér að því að afla mér enn meiri þekkingar til þess að vera tilbúinn til þess að leiða landsliðsstarf. Það sem vakti mestan áhuga hjá mér á starfinu var starfslýsingin. Þar var tekið fram að sá sem yrði ráðinn ætti ekki aðeins að einbeita sér að afreksstarfinu hjá þeim elstu. Það var einnig óskað eftir því að sá sem yrði ráðinn ætti að leggja línurnar fyrir heildarmyndina í afreksstarfinu hjá GSÍ. Ég var viss um að reynslan mín og þekking gæti nýst vel í þetta verkefni,“ sagði Jussi Pitkanen við golf.is. Jussi bætir því við að hann hafi mikinn áhuga á að kynna sér söguna sem býr að baki árangri atvinnukylfinga frá Íslandi og nefnir þar Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Birgi Leif Hafþórsson sem dæmi. „Þau hafa náð lengst hér á landi og mér finnst mjög áhugavert að skoða sögu þeirra, hvað þau gerðu og hvernig, og ég get þá bætt reynslu minni í þann gagnagrunn sem er til staðar hér á landi hvað þetta varðar. Ég hef verið heppinn að kynnast nokkrum íslenskum afrekskylfingum í gegnum starf mitt hjá Dave Pelz. Ég hef verið í sambandi við nokkra þeirra frá þeim tíma og þeir hafa upplýst mig um ýmislegt sem hefur verið í gangi hér á landi,“ sagði Jussi Pitkanen í fyrrnefndu viðtal á heimasíðu Golfsambands Íslands.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira