Mozart á ólíkum æviskeiðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2016 10:15 Camerarctica bregst ekki aðdáendum sínum heldur fyllir þá friði fyrir jólin með músík Mozarts í mildri birtu. „Okkar sérstaða við jólatónleikahaldið er meðal annars sú að við notum einvörðungu kertaljós til að lýsa upp kirkjurnar og stingum engum græjum í samband neins staðar,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleika kammerhópsins Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir af fjórum eru í kvöld, þeir eru í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast klukkan 21. Annað sem einkennir tónleika Cameractica er að hópurinn leikur einungis lög eftir meistara Mozart. „Við höfum flutt tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og það þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina í rökkrinu og hlýða á hana,“ segir Ármann. Í þetta sinn segir hann verkin vera frá ólíkum aldursskeiðum tónskáldsins. „Mozart var bara sextán ára þegar hann samdi Divertimento fyrir strengi sem er fyrsta verkið á dagskránni. Svo erum við með kvartett fyrir klarinettu og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. En að venju lýkur tónleikunum á því að við leikum jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni og hann samdi Mozart bara stuttu áður en hann andaðist.“ Auk Ármanns skipa kammerhópinn Cameractica að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. En hafa þau alltaf spilað jólatónleikana í fjórum kirkjum. „Nei, við byrjuðum í þremur, einhvern tíma urðu þær fimm, svo aftur þrjár, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. En nú bættist Garða- bær við, enda erum við flest þaðan.“ Tónleikarnir annað kvöld, þriðjudag, verða í Kópavogskirkju, á miðvikudagskvöldið 21. desember í Garðakirkju og á fimmtudagskvöldið 22. desember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.800 krónur og 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er inn fyrir börn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. desember 2016 Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Okkar sérstaða við jólatónleikahaldið er meðal annars sú að við notum einvörðungu kertaljós til að lýsa upp kirkjurnar og stingum engum græjum í samband neins staðar,“ segir Ármann Helgason klarínettuleikari um tónleika kammerhópsins Camerarctica. Fyrstu tónleikarnir af fjórum eru í kvöld, þeir eru í Hafnarfjarðarkirkju og hefjast klukkan 21. Annað sem einkennir tónleika Cameractica er að hópurinn leikur einungis lög eftir meistara Mozart. „Við höfum flutt tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og það þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina í rökkrinu og hlýða á hana,“ segir Ármann. Í þetta sinn segir hann verkin vera frá ólíkum aldursskeiðum tónskáldsins. „Mozart var bara sextán ára þegar hann samdi Divertimento fyrir strengi sem er fyrsta verkið á dagskránni. Svo erum við með kvartett fyrir klarinettu og strengi og kvartett fyrir flautu og strengi. En að venju lýkur tónleikunum á því að við leikum jólasálminn góða Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni og hann samdi Mozart bara stuttu áður en hann andaðist.“ Auk Ármanns skipa kammerhópinn Cameractica að þessu sinni þau Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. En hafa þau alltaf spilað jólatónleikana í fjórum kirkjum. „Nei, við byrjuðum í þremur, einhvern tíma urðu þær fimm, svo aftur þrjár, í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík. En nú bættist Garða- bær við, enda erum við flest þaðan.“ Tónleikarnir annað kvöld, þriðjudag, verða í Kópavogskirkju, á miðvikudagskvöldið 21. desember í Garðakirkju og á fimmtudagskvöldið 22. desember í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast allir klukkan 21. Aðgangseyrir er 2.800 krónur og 2.000 fyrir nemendur og eldri borgara en frítt er inn fyrir börn. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. desember 2016
Menning Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira