Ógeðslega mikilvægt Berglind Pétursdóttir skrifar 19. desember 2016 00:00 Desember er undarlegur mánuður. Mér finnst ég annaðhvort vera kófsveitt í Kringlunni eða jólabjórablindfull með hneppt frá á jólaskemmtun. Ætli þetta sé þó ekki í ágætis jafnvægi, ef ég væri ekki að svitna þessum lítrum í Kringlunni væri ég eflaust komin með mikinn bjúg af öllum söltuðu réttunum sem ég er að maula á þessum hlaðborðum. Desember er líka góður tími til að æfa sig í þolinmæði. Þegar ég stend í röð á pósthúsinu og það eru 40 manns á undan mér leiði ég jafnan hugann að Jesúbarninu og hvað það væri nú ánægt með mig að vera ekki pirruð í röðinni. Maður þarf nefnilega sjaldan að anda jafn djúpt og í desember. Ég hef til dæmis andað svo djúpt í leikfangadeildum borgarinnar nýlega að ég hélt að lungun ætluðu út um brjóstkassann á mér. Af hverju kosta Legókubbar svona mikið? Skiptir ekki máli. Ég ætla að taka Visareikningnum með svo miklu æðruleysi í janúar að annað eins hefur aldrei sést á plánetunni jörð. Þessi pistill hættir núna snarlega að fjalla um ofneyslu mína og hugsunarlausa þátttöku í þessu kapítalíska jólaævintýri. Ég ætla að nýta mér aðstöðu mína hér á þessari baksíðu til þess að biðja ykkur að smella ykkur inn á sannargjafir.is og klára að kaupa jólagjafirnar. Það er fátt jólalegra en að gefa hlýtt teppi, vatnshreinsitöflur, lyf, námsgögn eða neyðartjald til fólks sem á engan séns á að eiga svona rugluð jól eins og við erum að stressa okkur á. Þúsundkall sem hefði annars farið í risastóran jólabjór eftir ömurlega verslunarferð þar sem var ekkert bílastæði. Svo þegar við erum öll búin að þessu öndum við djúpt og förum beint að öskra á næstu afgreiðslustúlku. Öskra á hana að við séum þakklát fyrir framlag hennar. Gleðileg jól og takk. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Desember er undarlegur mánuður. Mér finnst ég annaðhvort vera kófsveitt í Kringlunni eða jólabjórablindfull með hneppt frá á jólaskemmtun. Ætli þetta sé þó ekki í ágætis jafnvægi, ef ég væri ekki að svitna þessum lítrum í Kringlunni væri ég eflaust komin með mikinn bjúg af öllum söltuðu réttunum sem ég er að maula á þessum hlaðborðum. Desember er líka góður tími til að æfa sig í þolinmæði. Þegar ég stend í röð á pósthúsinu og það eru 40 manns á undan mér leiði ég jafnan hugann að Jesúbarninu og hvað það væri nú ánægt með mig að vera ekki pirruð í röðinni. Maður þarf nefnilega sjaldan að anda jafn djúpt og í desember. Ég hef til dæmis andað svo djúpt í leikfangadeildum borgarinnar nýlega að ég hélt að lungun ætluðu út um brjóstkassann á mér. Af hverju kosta Legókubbar svona mikið? Skiptir ekki máli. Ég ætla að taka Visareikningnum með svo miklu æðruleysi í janúar að annað eins hefur aldrei sést á plánetunni jörð. Þessi pistill hættir núna snarlega að fjalla um ofneyslu mína og hugsunarlausa þátttöku í þessu kapítalíska jólaævintýri. Ég ætla að nýta mér aðstöðu mína hér á þessari baksíðu til þess að biðja ykkur að smella ykkur inn á sannargjafir.is og klára að kaupa jólagjafirnar. Það er fátt jólalegra en að gefa hlýtt teppi, vatnshreinsitöflur, lyf, námsgögn eða neyðartjald til fólks sem á engan séns á að eiga svona rugluð jól eins og við erum að stressa okkur á. Þúsundkall sem hefði annars farið í risastóran jólabjór eftir ömurlega verslunarferð þar sem var ekkert bílastæði. Svo þegar við erum öll búin að þessu öndum við djúpt og förum beint að öskra á næstu afgreiðslustúlku. Öskra á hana að við séum þakklát fyrir framlag hennar. Gleðileg jól og takk. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun