Verkfallið mun koma illa við fiskverkunarfólk jóhann k. jóhannsson skrifar 17. desember 2016 13:43 Verkfall sjómanna hófst á miðvikudaginn var. mynd(visir Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands að oft væri talað um að verkföll ættu ekki að bitna á þriðja aðila, en ef þau gerðu það ekki þá myndu þau ekki bíta. Verkfall sjómanna sem hófst á miðvikudagskvöld kostar þjóðarbúið stórar fjárhæðir og hefur áhrif á störf fjölda fólks sem vinnur við fiskvinnslu. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að fiskur sé að klárast hjá fiskvinnslum.Fiskverkunarfólk sent heim Jón Steinar Elíasson er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. „Það er allt að verða tómt. Það er ekkert annað sem tekur við, það verður bara að senda fólkið heim. Það verður eitthvað af smábátum en það er nú varla til að byggja á. Þetta hefur auðvitað slæm áhrif, það er engin spurning. Auðvitað þarf að greiða fólkinu laun og það er skaði af þessu. Ekki bara skaði fyrir fyrirtækin, gagnvart launum fólksins, heldur líka gagvart mörkuðum.“ Jón segir að tíminn milli jóla og nýárs og fyrstu tvær vikurnar í janúar séu góður sölutími fyrir ferskan fisk og fullyrðir að mikið sé í húfi. Sigurður Bessason formaður Eflingar.Tekjuskerðing óhjákvæmileg Verkfall sjómanna hefur áhrif á störf þúsunda í landi sem starfa í fiskvinnslu. Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að verkfallið væri enn ekki farið að hafa áhrif en stutt væri í það þar sem fiskur færi að klárast. „Við erum náttúrulega að vinna með þessi mál þessa dagana og væntanlega mun þetta skýrast betur næstu vikuna." Þegar fiskur klárast er engin vinna fyrir fólk í fiskvinnslum. „Við höfum látið skoða þetta og það er okkar mat að þetta fólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum í framhaldinu. Ég veit hins vegar líka að verið er að skoða þessar reglur innan Vinnumálastofnunar og ég á ekki von á því að þar verði komist að einhverri annarri niðurstöðu,“ sagði Sigurður. Slíkt gæti haft í för með sér tekjuskerðingu fyrir þessa starfsmenn. „Það er hluti af því sem gerist, þegar vinna fellur niður, að atvinnuleysisbætur eru mun lægri en hefðbundnar launatekjur." Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands að oft væri talað um að verkföll ættu ekki að bitna á þriðja aðila, en ef þau gerðu það ekki þá myndu þau ekki bíta. Verkfall sjómanna sem hófst á miðvikudagskvöld kostar þjóðarbúið stórar fjárhæðir og hefur áhrif á störf fjölda fólks sem vinnur við fiskvinnslu. Í Fréttablaðinu í morgun var greint frá því að fiskur sé að klárast hjá fiskvinnslum.Fiskverkunarfólk sent heim Jón Steinar Elíasson er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda. „Það er allt að verða tómt. Það er ekkert annað sem tekur við, það verður bara að senda fólkið heim. Það verður eitthvað af smábátum en það er nú varla til að byggja á. Þetta hefur auðvitað slæm áhrif, það er engin spurning. Auðvitað þarf að greiða fólkinu laun og það er skaði af þessu. Ekki bara skaði fyrir fyrirtækin, gagnvart launum fólksins, heldur líka gagvart mörkuðum.“ Jón segir að tíminn milli jóla og nýárs og fyrstu tvær vikurnar í janúar séu góður sölutími fyrir ferskan fisk og fullyrðir að mikið sé í húfi. Sigurður Bessason formaður Eflingar.Tekjuskerðing óhjákvæmileg Verkfall sjómanna hefur áhrif á störf þúsunda í landi sem starfa í fiskvinnslu. Sigurður Bessason formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir hádegi að verkfallið væri enn ekki farið að hafa áhrif en stutt væri í það þar sem fiskur færi að klárast. „Við erum náttúrulega að vinna með þessi mál þessa dagana og væntanlega mun þetta skýrast betur næstu vikuna." Þegar fiskur klárast er engin vinna fyrir fólk í fiskvinnslum. „Við höfum látið skoða þetta og það er okkar mat að þetta fólk eigi rétt á atvinnuleysisbótum í framhaldinu. Ég veit hins vegar líka að verið er að skoða þessar reglur innan Vinnumálastofnunar og ég á ekki von á því að þar verði komist að einhverri annarri niðurstöðu,“ sagði Sigurður. Slíkt gæti haft í för með sér tekjuskerðingu fyrir þessa starfsmenn. „Það er hluti af því sem gerist, þegar vinna fellur niður, að atvinnuleysisbætur eru mun lægri en hefðbundnar launatekjur."
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00 Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00 Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Áætlað er að um sjö þúsund manns leggi niður störf vegna verkfalls sjómanna. Óttast er að Norðmenn taki yfir erlenda markaði á meðan verkfallið varir. Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. 17. desember 2016 07:00
Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Um sjö þúsund manns leggja niður störf vegna verkfalls sjómanna sem hófst að nýju í gær. Tekjutap vegna verkfallsins er áætlað um fimm milljarðar króna á viku. Mikill meirihluti sjómanna hafnaði samningnum. 15. desember 2016 07:00
Sjómenn fara í verkfall Verkfall sjómanna mun hefjast klukkan átta í kvöld eftir að kjarasamningum var hafnað í kosningu. 14. desember 2016 13:27