Fiskurinn að klárast hjá fiskvinnslum Þorgeir Helgason skrifar 17. desember 2016 07:00 Verð fiskafurða hefur hækkað mikið í vikunni og búist er við að það hækki frekar í næstu viku. „Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
„Við erum að klára fiskinn á mánudaginn. Við reynum að fá einhvern afla frá smábátum en það verður óverulegt magn, sérstaklega núna yfir háveturinn. Á meðan verkfallið varir sjáum við fram á að það verði lítil sem engin vinna í boði,“ segir Sigurður Viggósson, framkvæmdastjóri fiskvinnslunnar Odda. Verkfall sjómanna hófst á miðvikudagskvöld þegar helstu stéttarfélög sjómanna höfnuðu kjarasamningum í kosningu. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands höfnuðu samningnum. Verkfallið hefur mikil áhrif á fiskvinnslu í landinu og áætlar Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, að það verði til þess að sjö þúsund manns leggi niður störf. Sigurður hefur áhyggjur af því að erlendir markaðir tapist á meðan verkfallið varir. „Norðmenn munu geta útvegað fiskinn sem við getum ekki á meðan verkfallið varir. Þeir eru harðir sölumenn og munu ekki sleppa tökunum af mörkuðunum svo létt nái þeir að taka þá yfir,“ segir Sigurður. Hann segist sjá fram á mikið tap í rekstri og verið sé að leita leiða til að lágmarka skaðann. „Það er djöfullegt að þetta skuli gerast,“ bætir hann við. Sigurður vonast til þess að deilan verði leyst fljótlega því annars sé mikið atvinnuleysi fram undan hjá fiskvinnslustarfsfólki. Gunnþór Ingvarsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að engin vinnsla sé í gangi hjá Síldarvinnslunni. „Það er augljóst að á meðan flotinn er í landi, þá erum við ekki að vinna,“ segir Gunnþór. „Fiskvinnslan í Hnífsdal kláraði að vinna þann fisk sem var til í gær,“ segir Sveinn Guðjónsson, verksmiðjustjóri vinnslunnar. Framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, Stefán Friðriksson, reiknar með að vinnslan geti starfað fram á þriðjudag, en þá muni um hundrað manns þurfa að hætta störfum. Verkfall sjómanna kom engum í opna skjöldu og hefur verð fiskafurða hækkað mikið síðustu vikuna. „Ég er nokkuð viss um að á meðan verkfallið varir muni verð á fiski hækka áfram. Það hækkaði strax í þessari viku og það hækkaði töluvert í nóvember þegar sjómenn fóru í verkfall þá,“ segir Eyjólfur Þór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Reiknistofnunar fiskmarkaða. Í tilkynningu frá Reiknistofnun fiskmarkaða segir að ekkert uppboð verði á fiskafurðum í dag af augljósum ástæðum. „Það er auðvitað út af verkfallinu, það er svo lítið magn til sölu og okkur fannst ekki forsvaranlegt að kalla út alla tugi eða hundruð manna fyrir nokkra tugi tonna af fiski,“ segir Eyjólfur en í gær seldust um tuttugu tonn af fiski á uppboði fiskmarkaða en að meðaltali eru seld um 350 tonn á dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira