Jól eftir þessi jól? Hildur Björnsdóttir skrifar 16. desember 2016 07:00 Hughrifin færa okkur árstímann. Dísætur bökunarilmur faðmar skilningarvitin. Veðurbarinn gluggi ljómar við ylhýran loga. Litríkt ljósaskrúð miskunnar sig yfir sótsvart skammdegið. Ljúfar minningar – kannski ljúfsárar – verma guðhræddar sálir. Ég hef alltaf verið sannkallað jólabarn. Í barnæsku voru jólin slíkur tilhlökkunartími að gjarnan var grátið þegar yfir lauk. Eitt var þó alltaf huggun harmi gegn. Það kæmu jól eftir þessi jól. Með hækkandi aldri færðist eilítill skuggi yfir árstímann. Allt í kring veslaðist fólk upp af kvíða. Einhverjir forfölluðust jafnvel úr vinnu. Ekki nægir fjármunir til veglegra jólagjafa. Rykfallnir gardínukappar og klístraðir hornskápar. Óbakaðar smákökusortir. Smánarleg jólabráð og óflokkaðar skúffur. Jólin eru mörgum erfiður tími. Raunverulega átakanlegur tími. Til eru þeir sem eiga hvergi húsaskjól og aðrir sem búa í stríðshrjáðum löndum. Sumir syrgja ástvini sem kvöddu alltof fljótt. Einhverjir horfa í augu barna sinna og hafa áþreifanlega ástæðu til að óttast að jólin verði ekki fleiri. Þessi verði mögulega þau síðustu. Það komi kannski ekki jól eftir þessi jól. Auðvitað hafa allir rétt til að fjargviðrast yfir eigin tilveru. Komast í uppnám stöku sinnum. Munum þó að ofantaldir myndu allir á augabragði skipta sorgum sínum út fyrir smálegar áhyggjur annarra. Hversdagsleg tilbúin vandræði. Hvernig væri að setja hlutina í samhengi þessi jólin. Leggja til hliðar óþarfa. Staldra við í augnablikinu. Gera það sem færir okkur ánægju. Með þeim sem færa okkur ánægju. Við vitum aldrei hvað morgundagurinn færir. Hvort það komi jól eftir þessi jól. Skiljum hismið frá kjarnanum. Gleðjumst og njótum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Hughrifin færa okkur árstímann. Dísætur bökunarilmur faðmar skilningarvitin. Veðurbarinn gluggi ljómar við ylhýran loga. Litríkt ljósaskrúð miskunnar sig yfir sótsvart skammdegið. Ljúfar minningar – kannski ljúfsárar – verma guðhræddar sálir. Ég hef alltaf verið sannkallað jólabarn. Í barnæsku voru jólin slíkur tilhlökkunartími að gjarnan var grátið þegar yfir lauk. Eitt var þó alltaf huggun harmi gegn. Það kæmu jól eftir þessi jól. Með hækkandi aldri færðist eilítill skuggi yfir árstímann. Allt í kring veslaðist fólk upp af kvíða. Einhverjir forfölluðust jafnvel úr vinnu. Ekki nægir fjármunir til veglegra jólagjafa. Rykfallnir gardínukappar og klístraðir hornskápar. Óbakaðar smákökusortir. Smánarleg jólabráð og óflokkaðar skúffur. Jólin eru mörgum erfiður tími. Raunverulega átakanlegur tími. Til eru þeir sem eiga hvergi húsaskjól og aðrir sem búa í stríðshrjáðum löndum. Sumir syrgja ástvini sem kvöddu alltof fljótt. Einhverjir horfa í augu barna sinna og hafa áþreifanlega ástæðu til að óttast að jólin verði ekki fleiri. Þessi verði mögulega þau síðustu. Það komi kannski ekki jól eftir þessi jól. Auðvitað hafa allir rétt til að fjargviðrast yfir eigin tilveru. Komast í uppnám stöku sinnum. Munum þó að ofantaldir myndu allir á augabragði skipta sorgum sínum út fyrir smálegar áhyggjur annarra. Hversdagsleg tilbúin vandræði. Hvernig væri að setja hlutina í samhengi þessi jólin. Leggja til hliðar óþarfa. Staldra við í augnablikinu. Gera það sem færir okkur ánægju. Með þeim sem færa okkur ánægju. Við vitum aldrei hvað morgundagurinn færir. Hvort það komi jól eftir þessi jól. Skiljum hismið frá kjarnanum. Gleðjumst og njótum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun