Þrjár hætta hjá Nýsköpunarsjóði til að stofna eigin sjóð Sæunn Gísladóttir skrifar 15. desember 2016 09:44 Jenný Ruth, Helga og Hekla. Mynd/Aðsend Framundan eru töluverðar breytingar hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins því þær Helga Valfells, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, hafa sagt störfum sínum lausum og eru í viðræðum við fjárfesta um stofnun nýs sjóðs, Crowberry Capital slhf. Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. Hekla og Jenný Ruth hafa verið fjárfestingastjórar hjá NSA en Helga framkvæmdastjóri. Fram kemur í tilkynningu að undanfarin misseri hafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti haft til skoðunar breytingar á stefnu NSA með það að markmiði að auka fjármagn til ungra vaxtarfyrirtækja. NSA hefur ekki fengið fjárframlög til fjárfestingar frá ríkissjóði síðustu ár en hefur á síðustu 7 árum selt fyrirtæki úr eignasafni fyrir um það bil 3 milljarða sem nýtt hefur verið til fjárfestingar í ungum fyrirtækjum. Það er álit NSA að þörf sé á meira fjármagni á fyrstu stigum nýsköpunar. Fjárfestingarumhverfi nýsköpunar byggir á samstarfi um uppbyggingu þekkingarfyrirtækja framtíðarinnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett það á stefnuskrá að NSA leggi í meira mæli áherslu á fjárfestingu í framtakssjóðum sem leggja áherslu á nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Standa vonir til að þannig megi ná þátttöku annarra stofnanafjárfesta, eins og lífeyrissjóða, í þetta mikilvæga verkefni. Þekking íslenskra frumkvöðla hefur aukist mikið á síðustu árum og það eru mörg sprotafyrirtæki að verða til. Með aðkomu reyndra fjárfesta geta orðið til enn fleiri öflug og arðbær fyrirtæki. Samanlagt hafa þær Helga, Hekla og Jenný áratuga langa reynslu af fjárfestingum og stjórnarsetu í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að gæta hagsmuna þeirra fyrirtækja þar sem Helga, Hekla og Jenný sitja í stjórn munu þær vinna að afmörkuðum verkefnum fyrir NSA á næstu mánuðum. Staða framkvæmdastjóra NSA verður auglýst á nýju ári og mun nýr framkvæmdastjóri fá það hlutverk að efla starf sjóðsins enn frekar og leiða hann inn í nýja tíma á grunni nýrrar stefnu. „Það er ávallt fagnaðarefni þegar fólk tekur það skref að stofna ný fyrirtæki, þó að vissulega sé það mikil blóðtaka fyrir sjóðinn að missa þessar öflugu konur. Ég lít svo á að það sé meðal hlutverka Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins að auka þekkingu á sérhæfðum fjárfestingum hér á landi og segja má að með því að þrír starfsmenn fari nú yfir í einkageirann þá höfum við komið til móts við það hlutverk. Ég óska Helgu, Heklu og Jennýju allra heilla í því verðuga verkefni að setja á fót fjárfestingarsjóð. Það hefur lengi verið eitt af baráttumálum hugverka- og tækniiðnaðarins á Íslandi að fá slíkan sjóð. NSA mun áfram gegna lykilhlutverki í fjárfestingum í nýsköpun á Íslandi og mun kappkosta að styðja vel hin öflugu fyrirtæki sem eru í eignasafni sjóðsins. Það er einnig áhugavert að sjóðurinn færi sig í auknum mæli yfir í fjárfestingar í sjóðum í samvinnu við fagfjárfesta. Þannig má auka enn frekar fjármagn til fjárfestinga í vaxtarfyrirtækjum á Íslandi,“ segir Almar Guðmundsson, formaður stjórnar NSA, í tilkynningu. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Framundan eru töluverðar breytingar hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins því þær Helga Valfells, Hekla Arnardóttir og Jenný Ruth Hrafnsdóttir, hafa sagt störfum sínum lausum og eru í viðræðum við fjárfesta um stofnun nýs sjóðs, Crowberry Capital slhf. Crowberry Capital mun fjárfesta í ungum vaxtarfyrirtækjum og starfa í góðu samstarfi við Nýsköpunarsjóð sem og aðra fjárfesta. Hekla og Jenný Ruth hafa verið fjárfestingastjórar hjá NSA en Helga framkvæmdastjóri. Fram kemur í tilkynningu að undanfarin misseri hafi Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA) og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti haft til skoðunar breytingar á stefnu NSA með það að markmiði að auka fjármagn til ungra vaxtarfyrirtækja. NSA hefur ekki fengið fjárframlög til fjárfestingar frá ríkissjóði síðustu ár en hefur á síðustu 7 árum selt fyrirtæki úr eignasafni fyrir um það bil 3 milljarða sem nýtt hefur verið til fjárfestingar í ungum fyrirtækjum. Það er álit NSA að þörf sé á meira fjármagni á fyrstu stigum nýsköpunar. Fjárfestingarumhverfi nýsköpunar byggir á samstarfi um uppbyggingu þekkingarfyrirtækja framtíðarinnar. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur sett það á stefnuskrá að NSA leggi í meira mæli áherslu á fjárfestingu í framtakssjóðum sem leggja áherslu á nýsköpunar- og sprotafyrirtæki. Standa vonir til að þannig megi ná þátttöku annarra stofnanafjárfesta, eins og lífeyrissjóða, í þetta mikilvæga verkefni. Þekking íslenskra frumkvöðla hefur aukist mikið á síðustu árum og það eru mörg sprotafyrirtæki að verða til. Með aðkomu reyndra fjárfesta geta orðið til enn fleiri öflug og arðbær fyrirtæki. Samanlagt hafa þær Helga, Hekla og Jenný áratuga langa reynslu af fjárfestingum og stjórnarsetu í nýsköpunarfyrirtækjum. Til að gæta hagsmuna þeirra fyrirtækja þar sem Helga, Hekla og Jenný sitja í stjórn munu þær vinna að afmörkuðum verkefnum fyrir NSA á næstu mánuðum. Staða framkvæmdastjóra NSA verður auglýst á nýju ári og mun nýr framkvæmdastjóri fá það hlutverk að efla starf sjóðsins enn frekar og leiða hann inn í nýja tíma á grunni nýrrar stefnu. „Það er ávallt fagnaðarefni þegar fólk tekur það skref að stofna ný fyrirtæki, þó að vissulega sé það mikil blóðtaka fyrir sjóðinn að missa þessar öflugu konur. Ég lít svo á að það sé meðal hlutverka Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins að auka þekkingu á sérhæfðum fjárfestingum hér á landi og segja má að með því að þrír starfsmenn fari nú yfir í einkageirann þá höfum við komið til móts við það hlutverk. Ég óska Helgu, Heklu og Jennýju allra heilla í því verðuga verkefni að setja á fót fjárfestingarsjóð. Það hefur lengi verið eitt af baráttumálum hugverka- og tækniiðnaðarins á Íslandi að fá slíkan sjóð. NSA mun áfram gegna lykilhlutverki í fjárfestingum í nýsköpun á Íslandi og mun kappkosta að styðja vel hin öflugu fyrirtæki sem eru í eignasafni sjóðsins. Það er einnig áhugavert að sjóðurinn færi sig í auknum mæli yfir í fjárfestingar í sjóðum í samvinnu við fagfjárfesta. Þannig má auka enn frekar fjármagn til fjárfestinga í vaxtarfyrirtækjum á Íslandi,“ segir Almar Guðmundsson, formaður stjórnar NSA, í tilkynningu.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent