Sport

Holm og De Randamie berjast um fjaðurvigtartitilinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Holly Holm í bardaganum gegn Rondu Rousey fyrir rúmu ári síðan. Stjarna Holly skein skært eftir þann bardaga en hún tapaði svo í titilvörninni gegn Mieshu Tate.
Holly Holm í bardaganum gegn Rondu Rousey fyrir rúmu ári síðan. Stjarna Holly skein skært eftir þann bardaga en hún tapaði svo í titilvörninni gegn Mieshu Tate. vísir/getty
Þann 11. febrúar munu þær Holly Holm og Germaine de Randamie keppa um titilinn í fjaðurvigt kvenna hjá UFC. Þetta er nýr þyngdarflokkur hjá konunum í UFC og því byrjað á að keppa um titilinn.

Þessi þyngdarflokkur er að stórum hluta settur á til þess að Cris „Cyborg“ Justino hafi flokk í UFC en hún ræður ekki við að skera sig niður í bantamvigtarflokkinn. Cyborg er líklega besta konan í UFC en hún mun samt ekki keppa um titilinn.

Ástæðan er sú að hún hafnaði því að keppa þetta kvöld og segist ekki vera til í að berjast fyrr en í mars.

Sú sem vinnur í febrúar mun því væntanlega mæta Cyborg í kjölfarið.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×