Menning

Tekur til hendinni og semur við Amazon

Stefán Máni var mættur í prentsmiðju Odda í gær til að taka þátt í prentun bókarinnar. Með honum á myndinni er Tómas Hermannsson hjá Sögu útgáfu.
Stefán Máni var mættur í prentsmiðju Odda í gær til að taka þátt í prentun bókarinnar. Með honum á myndinni er Tómas Hermannsson hjá Sögu útgáfu. Vísir/Vilhelm

Rithöfundurinn Stefán Máni stendur í ströngu í jólabókaflóðinu hér heima sem erlendis. Svarti galdur Stefáns Mána hefur verið á meðal mestu seldu bóka vertíðarinnar og fengið góða dóma. Þá hefur skáldsagan Nautið, sem hann gaf út fyrir jólin í fyrra, verið seld til Amazon Crossing sem mun þýða hana á ensku og þýsku og selja á vef sínum.

Gert er ráð fyrir að Nautið komi út í Bandaríkjunum og víðar um heiminn á ensku sem rafræn bók og svo á þýsku í Þýskalandi í kjölfarið. Þetta er stór og mikilvægur samningur fyrir bókina og höfundinn. Stefán Máni segir þetta næstum of gott til að vera satt og langþráður draumur sé að rætast.

„Þetta er eins og að komast á LPGA-mótaröðina í golfi. Ég veit hvernig Ólafíu Þórunni líður." segir Stefán Máni sem fagnar 20 ára rithöfundaafmæli sínu um þessar mundir.

Amazon Crossing er eitt af dótturfyrirtækjum Amazon.com og leggur áherslu á að kynna lesendur fyrir höfundum og bókum allsstaðar að úr heiminum. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×