Brúnegg sæta dagsektum og banni við nýjum hænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2016 10:04 Kristinn á hænsnabúinu á Teigum í Mosfellsbæ vísir/anton Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll með þeim hætti að allur frekari flutningur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið bætt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mast. Stærstu verslanir landsins hættu að selja Brúnegg fyrir tveimur vikum eftir að fjallað var um framsetningu þeirra á sölu eggja í verslunum þar sem þau voru sögð vistvæn án þess að uppfylla skilyrði þess efnis. Sætti Matvælastofnun sömuleiðis gagnrýni fyrir að hafa ekki upplýst neytendur um að pottur væri brotinn hjá framleiðandanum. Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segir í samtali við fréttastofu að Brúnegg sæti dagsektum í þrjátíu daga að hámarki. Hafi ekki verið brugðist við tilmælum Mast kemur vörslusvipting til greina. Sömuleiðis hafa Brúnegg fimm daga til að bregðast við og komast hjá dagsektum. Gildi ammoníaks yfir leyfilegu hámarki „Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan,“ segir í frétt Mast. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. „Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæðin í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbætur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi.“ Komast hjá dagsektum með viðbrögðum innan fimm daga Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra. Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Matvælastofnun hefur takmarkað starfsemi Brúneggja ehf. að Teigi og Silfurhöll með þeim hætti að allur frekari flutningur varphæna í framleiðsluhúsin er bannaður þar til loftgæði hafa verið bætt. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Mast. Stærstu verslanir landsins hættu að selja Brúnegg fyrir tveimur vikum eftir að fjallað var um framsetningu þeirra á sölu eggja í verslunum þar sem þau voru sögð vistvæn án þess að uppfylla skilyrði þess efnis. Sætti Matvælastofnun sömuleiðis gagnrýni fyrir að hafa ekki upplýst neytendur um að pottur væri brotinn hjá framleiðandanum. Konráð Konráðsson héraðsdýralæknir segir í samtali við fréttastofu að Brúnegg sæti dagsektum í þrjátíu daga að hámarki. Hafi ekki verið brugðist við tilmælum Mast kemur vörslusvipting til greina. Sömuleiðis hafa Brúnegg fimm daga til að bregðast við og komast hjá dagsektum. Gildi ammoníaks yfir leyfilegu hámarki „Mælingar stofnunarinnar á ammóníaki hafa sýnt viðvarandi gildi yfir leyfilegu hámarki í húsunum og þar með að úrbætur eru ekki fullnægjandi. Ammóníak (NH3) er ertandi lofttegund sem berst úr fugladriti í andrúmsloftið í framleiðsluhúsum alifugla. Ef fugladrit er ekki fjarlægt og/eða loftræsting er ófullnægjandi eykst styrkur ammoníaks, sem getur valdið fuglunum vanlíðan,“ segir í frétt Mast. Mælingar Matvælastofnunar á ammóníaki í framleiðsluhúsum Brúneggja að Teigi og Silfurhöll í Mosfellsbæ í október og nóvember sl. sýndu gildi töluvert yfir skilgreindum hámarksgildum í reglugerð um velferð alifugla. „Í kjölfar þvingunaraðgerða til fækkunar fugla hjá Brúneggjum í lok árs 2015 var fyrirtækinu veittur frestur til 1. mars 2016 til að bæta loftgæðin í húsunum. Hús voru hreinsuð og nýir fuglar settir inn í sumar í réttum fjölda undir eftirliti Matvælastofnunar. Þrátt fyrir það mældust gildi of há um haustið og jókst styrkur ammóníaks milli mælinga. Þar með varð ljóst að þrátt fyrir fækkun fugla og úrbætur á húsnæði náðist ekki að tryggja viðunandi loftgæði. Úrbætur eru því ófullnægjandi.“ Komast hjá dagsektum með viðbrögðum innan fimm daga Samhliða takmörkun á starfsemi hefur Matvælastofnun lagt dagsektir á Brúnegg ehf. þar til bætt hefur verið úr loftgæðum á Teigi og Silfurhöll og tryggt að magn ammóníaks fari ekki yfir skilgreind hámarksgildi meðan á varptíma stendur. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamaður dýra hefur að mati Matvælastofnunar bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, innan fimm virkra daga frá ákvörðun um dagsektir, sbr. reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra.
Brúneggjamálið Tengdar fréttir Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49 Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44 Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Eigandi Brúneggja: „Ætlum að reyna að byggja upp trúverðugleika okkar“ Kristinn Gylfi Jónsson segir rekstrargrundvöll fyrirtækisins enn fyrir hendi. 29. nóvember 2016 14:49
Ráðherra fyrirskipar úttekt á starfsemi Matvælastofnunar Úttekt verður gerð á ýmsum þáttum er lúta að rekstri og starfsumhverfi Matvælastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurstöður framangreindra athugana liggi fyrir í lok febrúar. 8. desember 2016 17:44
Eggi hent í hús Kristins Gylfa: Fjölskyldan skelkuð Kristinn Gylfi segir að eggi hafi verið kastað í hús sitt. 5. desember 2016 18:33
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda