What Works ráðstefnan að nýju í Reykjavík Hafliði Helgason skrifar 14. desember 2016 11:00 Michael Porter var gestur á síðustu What Works ráðstefnu, en hann er einn þekktasti fræðimaður á sviði viðskipta í heiminum og eftirsóttur fyrirlesari um allan heim. Vonir aðstandenda ráðstefnunnar standa til þess að hún verði árlegur viðburður og mótvægi við ráðstefnuna í Davos þar sem leiðtogar í heimi viðskipta- og efnahagslífs hittast árlega. Vísir/Anton Brink Í apríl næstkomandi verður Reykjavík annað árið í röð vettvangur stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða aðferðir gefast best til að efla félagslegar framfarir. Síðastliðið vor var Harvard-prófessorinn Michael Porter aðalframsögumaður ráðstefnunnar, sem kallast What Works og fór fram í Hörpu. Til grundvallar er mælikvarðinn um félagslegar framfarir (Social Progress Index), sem er nýleg aðferð til að mæla hagsæld þjóða. Mælikvarðinn er tekinn saman af stofnuninni Social Progress Imperative sem hefur aðsetur í Washington og London „Við vonum svo sannarlega að þetta sé komið til að vera,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognito og fulltrúi SPI á Íslandi sem hefur veg og vanda af ráðstefnunni hér á landi. Hún segir að á ráðstefnuna sé von á helstu leiðtogum úr háskólum, stjórnmálum og viðskiptalífi heimsins á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar. Endanlegur listi fyrirlesara liggur ekki fyrir, en búast má við að þungavigtarfólk í fræðum, stjórnmálum og viðskiptum mæti á ráðstefnuna sem mun standa í þrjá daga. What Works ráðstefnan er hugsuð sem ákveðið mótvægi við hina árlegu Davos-ráðstefnu þar sem athyglin er fyrst og fremst á hagstærðir og efnahagsskipan þjóða í stað þess að skoða hvað það er sem stuðlar að því að þegnunum líði vel í heild. Rósbjörg segir þetta brennandi málefni á tímum þegar óvissa á heimsvísu fari vaxandi í stjórnmálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum. „Hugmyndafræðin að baki SPI-mælikvarðanum er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólks mestu máli, þar á meðal er aðgangur að heilsugæslu, menntun, hagkvæmu húsnæði og staða jafnréttismála og trúfrelsis,“ segir Rósbjörg Hún segir að ástæða þess að Reykjavík hafi orðið fyrir valinu sé sterk staða Íslands á listanum. „Ísland hefur verið í úrvalsflokki.“ Auk framsöguerinda og skoðunar á dæmum um vel heppnaðar aðgerðir, verða opnar umræður og vinnuhópar á ráðstefnunni. Þátttakendur munu kynnast nýjum aðferðum og lausnum sem stuðla að félagslegum framförum. Bakhjarlar ráðstefnunnar eru innlendir og erlendir, en meðal íslenskra bakhjarla eru forsætisráðuneytið, Arion banki og Deloitte. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Í apríl næstkomandi verður Reykjavík annað árið í röð vettvangur stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu um hvaða aðferðir gefast best til að efla félagslegar framfarir. Síðastliðið vor var Harvard-prófessorinn Michael Porter aðalframsögumaður ráðstefnunnar, sem kallast What Works og fór fram í Hörpu. Til grundvallar er mælikvarðinn um félagslegar framfarir (Social Progress Index), sem er nýleg aðferð til að mæla hagsæld þjóða. Mælikvarðinn er tekinn saman af stofnuninni Social Progress Imperative sem hefur aðsetur í Washington og London „Við vonum svo sannarlega að þetta sé komið til að vera,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Cognito og fulltrúi SPI á Íslandi sem hefur veg og vanda af ráðstefnunni hér á landi. Hún segir að á ráðstefnuna sé von á helstu leiðtogum úr háskólum, stjórnmálum og viðskiptalífi heimsins á sviði samkeppnishæfni þjóða og stefnumótunar. Endanlegur listi fyrirlesara liggur ekki fyrir, en búast má við að þungavigtarfólk í fræðum, stjórnmálum og viðskiptum mæti á ráðstefnuna sem mun standa í þrjá daga. What Works ráðstefnan er hugsuð sem ákveðið mótvægi við hina árlegu Davos-ráðstefnu þar sem athyglin er fyrst og fremst á hagstærðir og efnahagsskipan þjóða í stað þess að skoða hvað það er sem stuðlar að því að þegnunum líði vel í heild. Rósbjörg segir þetta brennandi málefni á tímum þegar óvissa á heimsvísu fari vaxandi í stjórnmálum, efnahagsmálum og samfélagsmálum. „Hugmyndafræðin að baki SPI-mælikvarðanum er að setja á oddinn það sem skiptir tilveru fólks mestu máli, þar á meðal er aðgangur að heilsugæslu, menntun, hagkvæmu húsnæði og staða jafnréttismála og trúfrelsis,“ segir Rósbjörg Hún segir að ástæða þess að Reykjavík hafi orðið fyrir valinu sé sterk staða Íslands á listanum. „Ísland hefur verið í úrvalsflokki.“ Auk framsöguerinda og skoðunar á dæmum um vel heppnaðar aðgerðir, verða opnar umræður og vinnuhópar á ráðstefnunni. Þátttakendur munu kynnast nýjum aðferðum og lausnum sem stuðla að félagslegum framförum. Bakhjarlar ráðstefnunnar eru innlendir og erlendir, en meðal íslenskra bakhjarla eru forsætisráðuneytið, Arion banki og Deloitte.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Viðskipti innlent Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Nýskráðum bílum fjölgaði um 42 prósent milli ára Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent