Fjárhagsleg skyndikynni Hafliði Helgason skrifar 14. desember 2016 07:00 Farsæld í fjármálum er ekki háð tekjum í þeim mæli sem margir halda. Mýmörg dæmi má finna um það hvernig fólki með svipaðar tekjur verður mismikið úr ævistarfinu. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem vegna veikrar stöðu og áfalla hafa svo lítið á milli handanna að varla dugir fyrir nauðsynjum. Niðurstaðan ræðst nefnilega ekki síst af hinum endanum; útgjöldunum. Í nútíma samfélagi þar sem aðgengi er að alls konar möguleikum til greiðslufrests eru freistingarnar margar og dýrar. Í frétt Fréttablaðsins í gær kemur fram að ungt fólk leitar í auknum mæli til umboðsmanns í greiðsluaðlögun vegna neysluskulda. Á sama tíma og heimilin í landinu hafa verið að lækka skuldir eykst vægi þessa hóps. Umræðan um stöðu ungs fólks hefur beinst að því að sú kynslóð sem nú kemur á vinnumarkað eigi í vandræðum með fyrstu íbúðakaup. Staðan nú krefst þess að þeir sem kaupa fyrstu íbúð þurfa að ná að byggja upp umtalsvert eigið fé áður en hægt er að stíga fyrstu skrefin. Það reynist mörgum erfitt. Sá hópur sem þegar er komin í skuldavandræði vegna neysluskulda áður en hann er í raun kominn með nokkra fjárhagslega ábyrgð mun ekki eiga auðvelt með að koma undir sig fótunum. Kaupmáttur og almenn efnahagsskilyrði hafa batnað verulega, en samhliða þeim eykst neyslan og þrýstingur umhverfisins á að kaupa og eiga allt milli himins og jarðar. Hver mælir sig við annan og engu skiptir þá hvort innistæða er fyrir útgjöldunum. Það er mikill munur á því að njóta stundarinnar eða að sýna fullkomið fyrirhyggjuleysi í fjármálum. Fjármálalæsi er of lítið meðal fólks og varla væri nokkur sparnaður að ráði til í landinu nema fyrir skylduaðild að lífeyrissjóðum. Ástæður þessa eru eflaust margvíslegar. Við erum vertíðarfólk í grunninn og vön að geta reddað okkur með vinnu út úr ógöngunum. Peninga fóru menn ekki að sjá að ráði fyrr en eftir seinna stríð og verðbólga og sveiflur í gengi krónunnar hafa kennt okkur að neyta á meðan á nefinu stendur. Ráðdeild og sparnaður hefur alltaf þótt fremur hallærisleg í íslensku samfélagi og ekki síst hjá ungu fólki sem gjarnan vill lifa eins og enginn sé morgundagurinn. En morgundagurinn kemur og það sem verra er – skuldadagarnir. Fólk verður að bera ábyrgð á sjálfu sér, en mikilvægt er að skólakerfið undirbúi fólk undir að verða ábyrgir, fjárhagslega sjálfstæðir einstaklingar. Fjármálafyrirtæki bera líka ábyrgð. Stærri fjármálafyrirtæki horfa á viðskiptavininn sem langtíma kúnna. Á undanförnum árum hafa sprottið upp fyrirtæki sem leita fyrst og fremst að fjárhagslegum skyndikynnum við ungt fólk og steypa þeim í skuldir sem þau hafa ekki bolmagn til að greiða. Það er óábyrgt og þarf að setja hömlur á. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Farsæld í fjármálum er ekki háð tekjum í þeim mæli sem margir halda. Mýmörg dæmi má finna um það hvernig fólki með svipaðar tekjur verður mismikið úr ævistarfinu. Auðvitað eru alltaf einhverjir sem vegna veikrar stöðu og áfalla hafa svo lítið á milli handanna að varla dugir fyrir nauðsynjum. Niðurstaðan ræðst nefnilega ekki síst af hinum endanum; útgjöldunum. Í nútíma samfélagi þar sem aðgengi er að alls konar möguleikum til greiðslufrests eru freistingarnar margar og dýrar. Í frétt Fréttablaðsins í gær kemur fram að ungt fólk leitar í auknum mæli til umboðsmanns í greiðsluaðlögun vegna neysluskulda. Á sama tíma og heimilin í landinu hafa verið að lækka skuldir eykst vægi þessa hóps. Umræðan um stöðu ungs fólks hefur beinst að því að sú kynslóð sem nú kemur á vinnumarkað eigi í vandræðum með fyrstu íbúðakaup. Staðan nú krefst þess að þeir sem kaupa fyrstu íbúð þurfa að ná að byggja upp umtalsvert eigið fé áður en hægt er að stíga fyrstu skrefin. Það reynist mörgum erfitt. Sá hópur sem þegar er komin í skuldavandræði vegna neysluskulda áður en hann er í raun kominn með nokkra fjárhagslega ábyrgð mun ekki eiga auðvelt með að koma undir sig fótunum. Kaupmáttur og almenn efnahagsskilyrði hafa batnað verulega, en samhliða þeim eykst neyslan og þrýstingur umhverfisins á að kaupa og eiga allt milli himins og jarðar. Hver mælir sig við annan og engu skiptir þá hvort innistæða er fyrir útgjöldunum. Það er mikill munur á því að njóta stundarinnar eða að sýna fullkomið fyrirhyggjuleysi í fjármálum. Fjármálalæsi er of lítið meðal fólks og varla væri nokkur sparnaður að ráði til í landinu nema fyrir skylduaðild að lífeyrissjóðum. Ástæður þessa eru eflaust margvíslegar. Við erum vertíðarfólk í grunninn og vön að geta reddað okkur með vinnu út úr ógöngunum. Peninga fóru menn ekki að sjá að ráði fyrr en eftir seinna stríð og verðbólga og sveiflur í gengi krónunnar hafa kennt okkur að neyta á meðan á nefinu stendur. Ráðdeild og sparnaður hefur alltaf þótt fremur hallærisleg í íslensku samfélagi og ekki síst hjá ungu fólki sem gjarnan vill lifa eins og enginn sé morgundagurinn. En morgundagurinn kemur og það sem verra er – skuldadagarnir. Fólk verður að bera ábyrgð á sjálfu sér, en mikilvægt er að skólakerfið undirbúi fólk undir að verða ábyrgir, fjárhagslega sjálfstæðir einstaklingar. Fjármálafyrirtæki bera líka ábyrgð. Stærri fjármálafyrirtæki horfa á viðskiptavininn sem langtíma kúnna. Á undanförnum árum hafa sprottið upp fyrirtæki sem leita fyrst og fremst að fjárhagslegum skyndikynnum við ungt fólk og steypa þeim í skuldir sem þau hafa ekki bolmagn til að greiða. Það er óábyrgt og þarf að setja hömlur á. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun