Liggur í teiknimyndasögum Elín Albertsdóttir skrifar 13. desember 2016 14:00 Snæbjörn Ragnarsson les ekki hefðbundnar skáldsögur. Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, er jólabarn. „Ég tók reyndar langvinnt unglingatímabil þar sem ég varð of góður fyrir jólin og nennti þessu ekki. Svo rjátlaðist þetta af mér og mér var sýnt fram á að ég væri fáviti að hugsa svona. Auðvitað á maður að nota tímann og láta sér líða vel með fólkinu sínu. Annað er fásinna. Frí, matur, gjafir og gleði. Beisik.“Lestu margar bækur um jólin? „Nei. Ég les almennt ekki margar hefðbundnar bækur og hef ekki gert síðan ég var unglingur. Ég les teiknimyndasögur í bunkum en kannski ekki nema þrjár „venjulegar“ bækur á ári. Það eru þá helst tónlistartengdar bækur, frásagnir tónlistarmanna og hljómsveita. Skáldsögur les ég næstum aldrei. Mér finnst það bara ekki gaman.“ Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju?„Ég hef ekki lesið týpíska jólaflóðsbók síðan ég veit ekki hvenær. Ég fæ samt mjög oft teiknimyndasögur og man mjög vel eftir því að hafa fengið fyrstu Blacksad-bókina fyrir nokkrum árum. Blacksad eru spænsk-franskar teiknimyndaglæpasögur í Film Noir-stíl þar sem allir karakterarnir eru dýr. Hljómar væntanlega eins og alger steik en þetta eru afar magnaðar bókmenntir og hver einasti rammi er listaverk.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Fyrir nokkrum árum las ég af áfergju teiknimyndaseríu eftir Joe Hill sem heitir Locke & Key og er horrorsería í anda H. P. Lovecraft. Hill þessi er sonur Stephens King og þetta er eitt skemmtilegasta stöff sem ég hef lesið. Ég keypti þetta stafrænt en núna eru komnar mjög eigulegar útgáfur í harðspjaldaútgáfu. Það er kominn tími á að ég lesi þetta aftur og fyrsta bókin væri mjög ofarlega á lista. Annars má líka bara fara í Nexus og kaupa næstum hvað sem er handa mér.“ Jól Jólafréttir Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Óþarfi að flækja málin Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fékk jólasvein í sumargjöf Jól Baggalútur útskýrir jólasiðina Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 17. desember Jól Gleymir að kaupa jólatré Jól Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum Jól Sameinast um hlífðargleraugu Jólin
Snæbjörn Ragnarsson, Bibbi í Skálmöld, er jólabarn. „Ég tók reyndar langvinnt unglingatímabil þar sem ég varð of góður fyrir jólin og nennti þessu ekki. Svo rjátlaðist þetta af mér og mér var sýnt fram á að ég væri fáviti að hugsa svona. Auðvitað á maður að nota tímann og láta sér líða vel með fólkinu sínu. Annað er fásinna. Frí, matur, gjafir og gleði. Beisik.“Lestu margar bækur um jólin? „Nei. Ég les almennt ekki margar hefðbundnar bækur og hef ekki gert síðan ég var unglingur. Ég les teiknimyndasögur í bunkum en kannski ekki nema þrjár „venjulegar“ bækur á ári. Það eru þá helst tónlistartengdar bækur, frásagnir tónlistarmanna og hljómsveita. Skáldsögur les ég næstum aldrei. Mér finnst það bara ekki gaman.“ Hver er skemmtilegasta jólabók sem þú hefur lesið og af hverju?„Ég hef ekki lesið týpíska jólaflóðsbók síðan ég veit ekki hvenær. Ég fæ samt mjög oft teiknimyndasögur og man mjög vel eftir því að hafa fengið fyrstu Blacksad-bókina fyrir nokkrum árum. Blacksad eru spænsk-franskar teiknimyndaglæpasögur í Film Noir-stíl þar sem allir karakterarnir eru dýr. Hljómar væntanlega eins og alger steik en þetta eru afar magnaðar bókmenntir og hver einasti rammi er listaverk.“Hvaða bók langar þig að fá í jólagjöf um þessi jól? „Fyrir nokkrum árum las ég af áfergju teiknimyndaseríu eftir Joe Hill sem heitir Locke & Key og er horrorsería í anda H. P. Lovecraft. Hill þessi er sonur Stephens King og þetta er eitt skemmtilegasta stöff sem ég hef lesið. Ég keypti þetta stafrænt en núna eru komnar mjög eigulegar útgáfur í harðspjaldaútgáfu. Það er kominn tími á að ég lesi þetta aftur og fyrsta bókin væri mjög ofarlega á lista. Annars má líka bara fara í Nexus og kaupa næstum hvað sem er handa mér.“
Jól Jólafréttir Mest lesið Súkkulaðikransatoppar Jól Jólabrauðterta með hamborgarhrygg Jólin Óþarfi að flækja málin Jól Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi Jól Fékk jólasvein í sumargjöf Jól Baggalútur útskýrir jólasiðina Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 17. desember Jól Gleymir að kaupa jólatré Jól Minnum okkur á hvað er mikilvægt á jólunum Jól Sameinast um hlífðargleraugu Jólin