Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2016 14:38 Jóhann Jóhannsson hefur meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlotið Golden Globe-verðlaunin eftirsóttu. Mynd/Jónatan Grétarsson Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Verðlaunaafhendingin verður haldin vestanhafs í byrjun næsta árs. Jóhann vann einmitt Golden Globe árið 2015 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Golden Globe. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna síðustu tvö ár og er Jóhann að verða eitt virtasta tónskáldið í Hollywood. Arrival kom út á árinu en þau Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Denis Villeneuve leikstýrir myndinni og var hann í nánu samstarfi með Jóhanni eins og hann greindi frá í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum vikum. Þær kvikmyndir sem berjast við Arrival í flokknum eru Hidden Figures, La La Land, Moonlight, og Lion. Verðlaunin verða afhend 8. janúar á næsta ári. Kvikmyndin La La Land fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða sjö talsins. Moonlight er tilnefnd til sex verðlauna. Þættirnir The People v. O.J. Simpson: American Crime Story fær fimm tilnefningar. Hér má sjá allar tilnefningarnar til Golden Globe að þessu sinni. Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Verðlaunaafhendingin verður haldin vestanhafs í byrjun næsta árs. Jóhann vann einmitt Golden Globe árið 2015 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Golden Globe. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna síðustu tvö ár og er Jóhann að verða eitt virtasta tónskáldið í Hollywood. Arrival kom út á árinu en þau Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Denis Villeneuve leikstýrir myndinni og var hann í nánu samstarfi með Jóhanni eins og hann greindi frá í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum vikum. Þær kvikmyndir sem berjast við Arrival í flokknum eru Hidden Figures, La La Land, Moonlight, og Lion. Verðlaunin verða afhend 8. janúar á næsta ári. Kvikmyndin La La Land fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða sjö talsins. Moonlight er tilnefnd til sex verðlauna. Þættirnir The People v. O.J. Simpson: American Crime Story fær fimm tilnefningar. Hér má sjá allar tilnefningarnar til Golden Globe að þessu sinni.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira