Jóhann Jóhannsson tilnefndur til Golden Globe Stefán Árni Pálsson skrifar 12. desember 2016 14:38 Jóhann Jóhannsson hefur meðal annars tvisvar verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og hlotið Golden Globe-verðlaunin eftirsóttu. Mynd/Jónatan Grétarsson Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Verðlaunaafhendingin verður haldin vestanhafs í byrjun næsta árs. Jóhann vann einmitt Golden Globe árið 2015 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Golden Globe. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna síðustu tvö ár og er Jóhann að verða eitt virtasta tónskáldið í Hollywood. Arrival kom út á árinu en þau Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Denis Villeneuve leikstýrir myndinni og var hann í nánu samstarfi með Jóhanni eins og hann greindi frá í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum vikum. Þær kvikmyndir sem berjast við Arrival í flokknum eru Hidden Figures, La La Land, Moonlight, og Lion. Verðlaunin verða afhend 8. janúar á næsta ári. Kvikmyndin La La Land fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða sjö talsins. Moonlight er tilnefnd til sex verðlauna. Þættirnir The People v. O.J. Simpson: American Crime Story fær fimm tilnefningar. Hér má sjá allar tilnefningarnar til Golden Globe að þessu sinni. Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Golden Globe verðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Arrival. Verðlaunaafhendingin verður haldin vestanhafs í byrjun næsta árs. Jóhann vann einmitt Golden Globe árið 2015 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Það var í fyrsta skipti sem Íslendingur vinnur til verðlauna á Golden Globe. Hann hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna síðustu tvö ár og er Jóhann að verða eitt virtasta tónskáldið í Hollywood. Arrival kom út á árinu en þau Amy Adams, Jeremy Renner og Forest Whitaker fara með aðalhlutverkin. Denis Villeneuve leikstýrir myndinni og var hann í nánu samstarfi með Jóhanni eins og hann greindi frá í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið fyrir nokkrum vikum. Þær kvikmyndir sem berjast við Arrival í flokknum eru Hidden Figures, La La Land, Moonlight, og Lion. Verðlaunin verða afhend 8. janúar á næsta ári. Kvikmyndin La La Land fær flestar tilnefningar að þessu sinni eða sjö talsins. Moonlight er tilnefnd til sex verðlauna. Þættirnir The People v. O.J. Simpson: American Crime Story fær fimm tilnefningar. Hér má sjá allar tilnefningarnar til Golden Globe að þessu sinni.
Bíó og sjónvarp Golden Globes Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira