Lítill lesskilningur ungra drengja ógn við lýðræðið Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2016 13:30 Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í öllum greinum PISA-könnunarinnar en niðurstöður hennar birtust í síðustu viku. Árangur íslenskra nemenda er áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Þá er Ísland undir meðaltali OECD-ríkjanna í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti. Könnunin gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fengu 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fengu þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Íslenskir nemendur fengu 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra, var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þá staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. „Ef að 30 prósent drengjanna í hverjum árgangi koma út úr grunnskólakerfinu í þessari stöðu hefur það heilmikil áhrif lýðræðið í landinu. Geta þessara einstaklinga til þess að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun er auðvitað mjög skert miðað við þá sem geta lesið sér til gagns. Þetta er ógn við lýðræðið okkar,“ sagði Illugi. Illugi segir að menntamálaráðuneytið hafi ráðist í fimm ára átak til að efla lestrarskilning barna- og ungmenna. Þessu hafi fylgt 150 milljóna króna fjárveiting frá löggjafanum. „Við gerðum skriflegt samkomulag við hvert einasta sveitarfélag í landinu og foreldrafélögin á hverjum stað um gerð lestraráætlana um hvernig við myndum á hverjum stað bregðast við þessu. Við réðum inn til Menntamálstofnunar sérfræðiteymi í lestrarmálum til að styðja við kennara í skólum þar sem þess væri óskað þannig að það væri faglegur stuðningur við skólana,“ sagði Illugi. Hlusta má á viðtalið við Illuga í heild sinni hér fyrir ofan. PISA-könnun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra segir að sú staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. Staða íslenskra nemenda hefur aldrei verið lakari í öllum greinum PISA-könnunarinnar en niðurstöður hennar birtust í síðustu viku. Árangur íslenskra nemenda er áberandi verri en nemenda á hinum Norðurlöndunum. Þá er Ísland undir meðaltali OECD-ríkjanna í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti. Könnunin gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA-könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Íslenskir nemendur fengu 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fengu þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Íslenskir nemendur fengu 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Illugi Gunnarsson starfandi menntamálaráðherra, var gestur á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir þá staðreynd að þriðjungur fimmtán ára drengja geti ekki lesið sér til gagns vera ógn við lýðræðið í landinu. „Ef að 30 prósent drengjanna í hverjum árgangi koma út úr grunnskólakerfinu í þessari stöðu hefur það heilmikil áhrif lýðræðið í landinu. Geta þessara einstaklinga til þess að móta afstöðu í lýðræðislegri umfjöllun er auðvitað mjög skert miðað við þá sem geta lesið sér til gagns. Þetta er ógn við lýðræðið okkar,“ sagði Illugi. Illugi segir að menntamálaráðuneytið hafi ráðist í fimm ára átak til að efla lestrarskilning barna- og ungmenna. Þessu hafi fylgt 150 milljóna króna fjárveiting frá löggjafanum. „Við gerðum skriflegt samkomulag við hvert einasta sveitarfélag í landinu og foreldrafélögin á hverjum stað um gerð lestraráætlana um hvernig við myndum á hverjum stað bregðast við þessu. Við réðum inn til Menntamálstofnunar sérfræðiteymi í lestrarmálum til að styðja við kennara í skólum þar sem þess væri óskað þannig að það væri faglegur stuðningur við skólana,“ sagði Illugi. Hlusta má á viðtalið við Illuga í heild sinni hér fyrir ofan.
PISA-könnun Börn og uppeldi Tengdar fréttir Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30 Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44 PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00 Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00 Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Niðurstaða PISA-könnunar ákveðinn áfellisdómur að mati ráðherra Ný PISA-könnun er ákveðinn áfellisdómur yfir íslenska menntakerfinu. Þetta segir starfandi menntamálaráðherra. Íslensk börn hafa aldrei komið verr út úr könnuninni og eru langt undir meðaltali OECD-landanna í stærðfræði, náttúruvísindum og lestri. 6. desember 2016 18:30
Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. 6. desember 2016 10:44
PISA-könnun: Hrikalegar tölur og verra á landsbyggðinni Íslendingar eru á niðurleið á öllum sviðum samkvæmt nýrri PISA-rannsókn. Kynjamunur er ekki marktækur nema hvað varðar lesskilning. Landsbyggðin stendur verr en höfuðborgarsvæðið á öllum sviðum. 7. desember 2016 07:00
Spreyttu þig á PISA-prófinu Vísir býður lesendum sínum upp á það að spreyta sig á nokkrum af þeim spurningum sem lagðar voru fyrir 10. bekkinga. 6. desember 2016 14:00
Kennarar: Menntakerfið liðið fyrir langvarandi sparnaðarstefnu Kennarasamband Íslands lýsir yfir áhyggjum af niðurstöðum PISA rannsóknarinnar sem birtar voru í dag. 6. desember 2016 15:15