Sport

Max Holloway tryggði sér titilbardaga gegn Jose Aldo

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Holloway fagnar sigri.
Holloway fagnar sigri. Vísir/Getty
UFC 206 fór fram í nótt þar sem Max Holloway og Anthony Pettis mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Þeir Holloway og Pettis börðust upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title) í fjaðurvigtinni. Pettis hefði þó aldrei fengið beltið hefði hann unnið enda mistókst honum að ná fjaðurvigtartakmarkinu á föstudaginn.

Það skipti þó engu máli enda sigraði Holloway með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Þetta var 10. sigur Holloway í röð og fékk hann að launum bráðabirgðartitilinn í fjaðurvigtinni. Hann mætir Jose Aldo á næsta ári þar sem beltin verða sameinuð.

Donald Cerrone kláraði Matt Brown í næstsíðasta bardaga kvöldsins með rothöggi eftir háspark í 3. lotu.  Bardaginn var þrælskemmtilegur en þetta var fjórði sigur Cerrone í röð í veltivigtinni og hefur hann klárað alla fjóra bardagana.

Cub Swanson og Doo Hoi Choi áttu stórskemmtilegan bardaga og sennilega einn af allra bestu bardögum ársins. Báðir skiptust þeir á höggum og sýndu ótrúlega hörku þegar mest á reyndi. Swanson stóð uppi sem sigurvegari en þetta var einn af þeim bardögum þar sem enginn tapar.

Bardagakvöldið var afar skemmtilegt í heild sinni en hér má sjá öll úrslit kvöldsins.

MMA

Tengdar fréttir

Skrítin staða í fjaðurvigtinni gæti orðið enn flóknari í kvöld

UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum í kvöld. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×