Steinvala á leiði Símonar Peres Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 10. desember 2016 07:00 Þegar ég heyrði fréttina í hebreska útvarpinu var ég á ferð rétt hjá Gaza þar sem ungmenni kasta steinvölum á móti byssukúlum hermanna. Rétt fyrir utan Tel Aviv í Ísrael gaf 93 ára gamalmenni upp öndina. Allir valdamestu menn jarðarbyggðar kipptust við, lögðu allt frá sér og stukku upp í flugvélar sínar. Með tveggja daga fyrirvara flugu þeir, langar leiðir til að votta virðingu þessum vitringi frá Austurlöndum. Viðstödd útförina voru öll helstu fyrirmenni veraldar, frá 70 þjóðlöndum, álíka margir og þegar Nelson Mandela var kvaddur. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom einnig til að kveðja. Hamas fordæmdi. Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunartökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðardúfa.Stríð og uppbygging Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáðir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá innviði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flóttamanna sem streymdu alls staðar að úr heiminum. Hebreskan var endurlífguð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönnum. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir.Landamæri Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernishópa, ættbálka, trúarbragða og tungumála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minnihlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael.Friðarverðlaun Nóbels Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðuneytanna, verið forsætisráðherra í tvígang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti.Við fyllumst reiði Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssufóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf.Steinvala Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið grafarsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmonikkutónlist hljómaði og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fréttina í hebreska útvarpinu var ég á ferð rétt hjá Gaza þar sem ungmenni kasta steinvölum á móti byssukúlum hermanna. Rétt fyrir utan Tel Aviv í Ísrael gaf 93 ára gamalmenni upp öndina. Allir valdamestu menn jarðarbyggðar kipptust við, lögðu allt frá sér og stukku upp í flugvélar sínar. Með tveggja daga fyrirvara flugu þeir, langar leiðir til að votta virðingu þessum vitringi frá Austurlöndum. Viðstödd útförina voru öll helstu fyrirmenni veraldar, frá 70 þjóðlöndum, álíka margir og þegar Nelson Mandela var kvaddur. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom einnig til að kveðja. Hamas fordæmdi. Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunartökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðardúfa.Stríð og uppbygging Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáðir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá innviði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flóttamanna sem streymdu alls staðar að úr heiminum. Hebreskan var endurlífguð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönnum. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir.Landamæri Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernishópa, ættbálka, trúarbragða og tungumála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minnihlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael.Friðarverðlaun Nóbels Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðuneytanna, verið forsætisráðherra í tvígang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti.Við fyllumst reiði Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssufóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf.Steinvala Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið grafarsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmonikkutónlist hljómaði og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun