Steinvala á leiði Símonar Peres Hjörtur Magni Jóhannsson skrifar 10. desember 2016 07:00 Þegar ég heyrði fréttina í hebreska útvarpinu var ég á ferð rétt hjá Gaza þar sem ungmenni kasta steinvölum á móti byssukúlum hermanna. Rétt fyrir utan Tel Aviv í Ísrael gaf 93 ára gamalmenni upp öndina. Allir valdamestu menn jarðarbyggðar kipptust við, lögðu allt frá sér og stukku upp í flugvélar sínar. Með tveggja daga fyrirvara flugu þeir, langar leiðir til að votta virðingu þessum vitringi frá Austurlöndum. Viðstödd útförina voru öll helstu fyrirmenni veraldar, frá 70 þjóðlöndum, álíka margir og þegar Nelson Mandela var kvaddur. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom einnig til að kveðja. Hamas fordæmdi. Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunartökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðardúfa.Stríð og uppbygging Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáðir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá innviði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flóttamanna sem streymdu alls staðar að úr heiminum. Hebreskan var endurlífguð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönnum. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir.Landamæri Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernishópa, ættbálka, trúarbragða og tungumála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minnihlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael.Friðarverðlaun Nóbels Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðuneytanna, verið forsætisráðherra í tvígang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti.Við fyllumst reiði Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssufóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf.Steinvala Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið grafarsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmonikkutónlist hljómaði og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fréttina í hebreska útvarpinu var ég á ferð rétt hjá Gaza þar sem ungmenni kasta steinvölum á móti byssukúlum hermanna. Rétt fyrir utan Tel Aviv í Ísrael gaf 93 ára gamalmenni upp öndina. Allir valdamestu menn jarðarbyggðar kipptust við, lögðu allt frá sér og stukku upp í flugvélar sínar. Með tveggja daga fyrirvara flugu þeir, langar leiðir til að votta virðingu þessum vitringi frá Austurlöndum. Viðstödd útförina voru öll helstu fyrirmenni veraldar, frá 70 þjóðlöndum, álíka margir og þegar Nelson Mandela var kvaddur. Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, kom einnig til að kveðja. Hamas fordæmdi. Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunartökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðardúfa.Stríð og uppbygging Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáðir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá innviði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flóttamanna sem streymdu alls staðar að úr heiminum. Hebreskan var endurlífguð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönnum. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir.Landamæri Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernishópa, ættbálka, trúarbragða og tungumála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minnihlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael.Friðarverðlaun Nóbels Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðuneytanna, verið forsætisráðherra í tvígang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti.Við fyllumst reiði Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssufóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf.Steinvala Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið grafarsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmonikkutónlist hljómaði og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun