Ólíklegt að ný stjórn verði til á þessu ári Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2016 19:10 Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði til á þeim dögum sem eftir lifir árs en formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar segja annan anda ríkja í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn nú en áður. Óttarr Proppé segir menn ef til vill búna að meðtaka betur vilja kjósenda eins og hann birtist í síðustu kosningum. Í dag eru tveir mánuðir liðnir frá við kjósendur gengu að kjörborðinu og kusu fulltrúa sjö flokka á þing, sem síðan hefur ekki tekist að mynda starfhæfan meirihluta á Alþingi þrátt fyrir fjölbreyttar tilraunir til þess. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar reyna enn á ný að ná saman og hafa skipst á hugmyndum um málamiðlanir í erfiðustu ágreiningsmálum flokkanna frá því á mánudag þegar þeir hittust. Óttar Proppé segir menn á öðrum stað nú þegar búið sé að gera nokkrar tilraunir til myndunar ríkisstjórna og nú hafi leiðtogar flokkanna ef til vill meðtekið niðurstöður kosninganna um breiðari sátt betur og ræði saman á annan hátt en áður. „Við túlkuðum það sem svo að fólk vildi miðjupólitík en ekki annað hvort eða pólitík. En ég held nú að skilaboðin séu þau að fólk vilji að við vinnum saman. Það er auðvitað hluti af því hvernig sem ríkisstjórn verður mynduð, að það er mikilvægt að hún vinni líka vel með öðrum,“ segir Óttarr. Það sé þingi og flokkum holt að læra að málefnin ráði en ekki endilega meirihluti hverju sinni. Kosningaúrslitin sjálf og skoðanir einstakra flokka á samstarfi við aðra hafa ráðið miklu um erfiðleikana við stjórnarmyndun. Óttar segir að þegar gengið sé til kosninga sé eðlilegt að fólk vilji veg sinna flokka sem mestan. „Er ekki eins og þú segir allir í pólitík kannski með þá óskastjórn að fá að koma öllum sínum málum í gegn? En ég held að það sé nokkuð ljóst að það verður seint. Það skiptir líka máli að það eru ekki bara mínir stuðningsmenn sem búa á Íslandi. Heldur þurfum við að mynda ríkisstjórn sem horfir til almannahagsmunanna og að sem flestir séu ánægðir. Alla vega enginn mikið óánægðri en annar,“ segir formaður Bjartrar framtíðar.Ólíklegt er að ný ríkisstjórn verði mynduð áður en þetta ár er liðið. „Þetta er að mjakast í rétta átt sýnist mér og gæti endað á að við komumst í formlegar viðræður en það er ekki að fara að gerast í dag eða á morgun,“ segir Óttarr.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00 Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31 Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Viljinn til sátta meiri nú en áður Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð reyna nú að ná málamiðlun varðandi stjórnarskrá, fiskveiðar og Evrópusambandið. 29. desember 2016 07:00
Skilningur að aukast milli formanna ACD flokkanna „Vonandi gengur þetta betur núna," segir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar. 29. desember 2016 13:31
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49
Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. 28. desember 2016 18:32