Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir það vera mikið högg fyrir samfélagið að hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þar verður einnig rætt við Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar sem segir allt annan anda ríkja nú í viðræðum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að ríkisstjórn verðir ekki mynduð fyrir árslok.

Einnig verður rætt við héraðsdómslögmann sem segir ný útlendingalög fela í sér mismunun á grundvelli uppruna fólks. Hann vill fresta gildistöku laganna. Fjallað verður um áskorun sem nú liggur á borði þingmanna og forseta um að Íslendingar komi Færeyingum til hjálpar eftir óveðrið sem gekk yfir eyjarnar. Íslendingar eru hvattir til að sýna vinarhug í verki.

Þá hittum við 12 jólahvolpa sem komu í heiminn undan tíkinni Övu og rakkanum Mojo en þau eru af tegundinni Stóri dani en svo stór got eru afar sjaldgæf hjá þessu kyni.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×