Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Höskuldur Kári Schram skrifar 29. desember 2016 18:45 Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi. Verkfall sjómanna Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira