Fullnæging 16 ára stúlku olli uppnámi í jólaboði Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. desember 2016 21:15 FM95BLÖ bræður eru hugmyndasmiðir Skells. Vísir „Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið. Borðspil Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
„Mér blöskraði bara svo gjörsamlega,“ segir Stefán Birkisson eftir að hafa spilað borðspilið Skell með fjölskyldu sinni á jóladag. Hann telur sum verkefni spilsins ekki vera við hæfi barna en spilið er sagt ætlað öllum sem hafa náð 10 ára aldri. Einn höfunda spilsins segir að það sé fyrst og fremst til gaman gert og að hann standi og falli með afþreyingargildi þess. Skellur kom út í nóvember og seldist í þúsundavís í aðdraganda jólanna. Um er að ræða borðspil sem svipar um margt til sígildra spila á borð við Actionary, Alias og Trivial Pursuit. Leikmenn eiga að draga spil og gera það sem það kveður á um möglunarlaust. Eitt af verkefnum spilsins er að leika það sem á spjaldinu stendur. Í fjölskylduboðinu á jóladag féll það í skaut 16 ára dótturs Stefáns að leika orðið „fullnæging“ fyrir viðstadda. Spilið umrædda sem dóttir Stefáns dró.Aðsend Það fór öfugt ofan í foreldrana. Sjá einnig: FM95Blö bræður gefa út borðspil: „Besta borðspil allra tíma“ „Ég bara trúði ekki því sem var í gangi,“ segir Stefán í samtali við Vísi. Við fljóta skimun megi finna önnur orð sem vart eru við hæfi barna; svo sem sleipiefni, smokkur, graðfoli ásamt fyrrgreindri fullnægingu. Stefán spyr sig hver tilgangurinn með þessum dónaskap sé. „Á þetta að vera fyndið? Mér liggur næst við að fara og fá þetta endurgreitt því mér finnst þetta svo gjörsamlega út í hött.“ Stefán hefur sambærilega sögu að segja af vini sínum sem gaf barnungri dóttur sinni spilið í jólagjöf. Honum hafi heldur ekki verið skemmt. Vonar að fjölskyldan finni styrk til að jafna sig Einn höfunda spilsins, Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., segir að uppákoma sem þessi sé í sjálfu sér óumflýjanleg. „Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin „fullnæging,“ „sleipiefni“ og „graðfoli“ eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar,“ segir hann í yfirlýsingu til Vísis vegna málsins. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég er sjálfur gleðinnar maður. Þeir sem þekkja mig vita að ég vil alla gleðja og myndi aldrei vísvitandi skyggja á hátíðarskapið hjá nokkrum manni, nema kannski hjá Audda Blö, því hann á það skilið. Í sjálfu sér er uppákoma sem þessi óumflýjanleg. Slanguryrðið „Skellur" vísar einmitt til ófyrirséðra skakkafalla. Orðin "fullnæging", "sleipiefni" og "graðfoli" eru orð sem ég get búist við að heyra á mínu heimili, sérstaklega á gleðilegum stundum yfir hátíðirnar. Ég ætlaði aldrei að bera ábyrgð á uppeldi og málkunnáttu íslenskra barna. Ég er ekki íslenskumenntaður maður, þó má til gamans geta að um er að ræða góð og gild íslensk orð sem hlotið hafa náð orðabókar Háskóla Íslands. Þetta spil er einmitt fyrst og fremst til gamans gert. Ég óska að þessi góða fjölskylda fyrir vestan muni finna styrk til að jafna sig á þessum skelli. Ef önnur orð í spilinu eru til þess fallinn að valda titringi, má sá hinn sami senda mér síðbúið jólakort. Annars stend og fell með afþreyingargildi spilsins. Að öðrum sálmum þá eru einungis örfá eintök eftir. Spilið fæst í öllum betri búðum. Aðra bið ég bara fyrirfram afsökunar. Ég óska öllum gleðilegrar hátíðar. Jólakveðjur að sunnan. Steindi jr. Hér að neðan má sjá kynningarefni fyrir spilið.
Borðspil Mest lesið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“