Lífið

„Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kris Jenner er augljóslega mikil fyrirmynd fyrir dætur sínar. Í tilefni af sjötíu ára afmæli hennar skrifuðu dætur hennar, Kourtney, Kim og Khloé, einlæga afmæliskveðju til móður sinnar.
Kris Jenner er augljóslega mikil fyrirmynd fyrir dætur sínar. Í tilefni af sjötíu ára afmæli hennar skrifuðu dætur hennar, Kourtney, Kim og Khloé, einlæga afmæliskveðju til móður sinnar.

Raunveruleikastjarnan og súperstjörnumóðirin Kris Jenner fagnaði sjötíu ára afmæli sínu í gær. Í tilefni dagsins birtu þrjár elstu dætur hennar, Kourtney, Kim og Khloé, einlægar færslur á samfélagsmiðlum þar sem þær heiðruðu móður sína. Allar virðast þær líta mikið upp til móður sinnar, sem þær lýsa sem mikilli fyrirmynd.

Systurnar skrifuðu mislangar kveðjur, sem sýna hversu ólíkar þær eru í orðavali og stíl. Tvær yngri systur þeirra, Kylie og Kendall, birtu hins vegar ekki færslu.

Fallegar gamlar myndir

Kourtney Kardashian skrifaði stutta og fallega kveðju ásamt því að birta gamla myndaröð af þeim mæðgum:,

„Mamma er sjötug! Vá. Þakklát fyrir öll augnablikin saman. Get ekki beðið eftir að fagna þér.“ 

Hefur alltaf viljað vera eins og mamma

Kim Kardashian skrifaði lengri kveðju þar sem hún lýsir móður sinni sem ofurkonu og fyrirmynd;

„Til hamingju með 70 ára afmælið, fallegasta kona heims! Það er engin eins einstök og þú! Þú ert svo heppin með yndislega fjölskyldu sem umlykur þig af svo mikilli ást! 

Þú ert sannarlega ofurkona og hefur alltaf verið hin fullkomna fyrirmynd, í því hvernig þú leiðir og lifir lífi þínu með svo mikilli náð, samkennd og gleði! 

Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór og ég hef alltaf sagt þetta alla mína ævi! Ég elska þig svo mikið, mamma!“ skrifaði Kim.

Umhyggjusöm og hvetjandi

Khloé Kardashian skrifaði langan og fallegan pistil til móður sinnar. Þar lýsir hún móður sinni sem helstu fyrirmynd sinni.

„Mamma, sjötíu ár af hreinni töfrum, náð, hlátri og fremur en allt, ást. Á einhvern hátt geislar þú meira með tímanum og verður glæsilegri með hverjum deginum. Þú ert hjartsláttur fjölskyldunnar, ljósið sem leiðir okkur öll, sú sem skapaði þetta fallega, villta og ástríka heimili sem við köllum okkar. Það er ofurkraftur þinn – ástin þín; endalaus, skilyrðislaus og eilíf,“ skrifaði Khloé meðal annars.

„Þú minnir okkur á að lífið á að lifa – ekki hálf, ekki hljóðlega, heldur af krafti og dásamlega. Hvert augnablik með þér er eins og draumur – hinn sætasti draumur,“ 

skrifar hún enn fremur.

„Ég elska þig endalaust, með látum, djúpt og villt – þar til tíminn rennur út.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.