Ísraelska stjórnarandstaðan gagnrýnir Netanyahu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. desember 2016 16:41 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu harðlega undanfarna daga fyrir viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun öryggisráðsins var uppbygging landnemabyggða Ísraela á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar gagnrýnd. Segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar að Netanyahu hafi skaðað hagsmuni landsins með ofsafengnum viðbrögðum sínum undanfarna daga. Síðan ályktunin var samþykkt hefur ríkisstjórn Netanyahu unnið að því að skera niður samvinnu í utanríkismálum milli Ísraels og þeirra landa sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu. Þá hefur Ísrael kallað sendiherra sína heim frá Nýja-Sjálandi og Senegal. Einnig hafa yfirvöld í Ísrael stöðvað þróunarsamvinnuverkefni sem Ísrael átti með Senegal og þá hefur Netanyahu heitið því að draga úr fjárstuðningi Ísraela við hinar ýmsu stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa sagt að hér sé ekki um neina ákveðna utanríkisstefnu að ræða heldur hreinlega ofsafengin viðbrögð sem ráðist af tilfinningum. Hafa þeir bent á að Ísrael eigi nú þegar nóg af andstæðingum sem vilji einangra landið á alþjóðlegum vettvangi, það sé algjör óþarfi að þarlend stjórnvöld taki þátt í því líka. Netanyahu hefur varið aðgerðir ríkisstjórnar sinnar og sagt að einu viðbrögðin sem ríkið geti sýnt við ályktuninni séu hörð viðbrögð, einfaldlega vegna þess að framtíð Ísraels sé í húfi. Tengdar fréttir Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44 Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa gagnrýnt forsætisráðherra landsins, Benjamín Netanyahu harðlega undanfarna daga fyrir viðbrögð sín við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í ályktun öryggisráðsins var uppbygging landnemabyggða Ísraela á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar gagnrýnd. Segja leiðtogar stjórnarandstöðunnar að Netanyahu hafi skaðað hagsmuni landsins með ofsafengnum viðbrögðum sínum undanfarna daga. Síðan ályktunin var samþykkt hefur ríkisstjórn Netanyahu unnið að því að skera niður samvinnu í utanríkismálum milli Ísraels og þeirra landa sem fulltrúa eiga í öryggisráðinu. Þá hefur Ísrael kallað sendiherra sína heim frá Nýja-Sjálandi og Senegal. Einnig hafa yfirvöld í Ísrael stöðvað þróunarsamvinnuverkefni sem Ísrael átti með Senegal og þá hefur Netanyahu heitið því að draga úr fjárstuðningi Ísraela við hinar ýmsu stofnanir innan Sameinuðu þjóðanna. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Ísrael hafa sagt að hér sé ekki um neina ákveðna utanríkisstefnu að ræða heldur hreinlega ofsafengin viðbrögð sem ráðist af tilfinningum. Hafa þeir bent á að Ísrael eigi nú þegar nóg af andstæðingum sem vilji einangra landið á alþjóðlegum vettvangi, það sé algjör óþarfi að þarlend stjórnvöld taki þátt í því líka. Netanyahu hefur varið aðgerðir ríkisstjórnar sinnar og sagt að einu viðbrögðin sem ríkið geti sýnt við ályktuninni séu hörð viðbrögð, einfaldlega vegna þess að framtíð Ísraels sé í húfi.
Tengdar fréttir Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44 Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Netanyahu segir ályktun Öryggisráðsins svívirðilega Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segir það svívirðilegt að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi samþykkt ályktun þar sem kallað er eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu frekari landnemabyggða á Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalem. 24. desember 2016 09:44
Öryggisráðið kallar eftir því að Ísraelar stöðvi uppbyggingu landnemabyggða Þetta er í fyrsta skiptið sem Bandaríkjamenn beita ekki neitunarvaldi sínu gegn ályktunum sem gagnrýna Ísraela. 23. desember 2016 21:00