Frumsýna Óþelló tvisvar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. desember 2016 16:16 Leikhópurinn á æfingu. Gísli Örn Garðarsson leikstýrir og Ingvar E. Sigurðsson fer með titilhlutverkið. Vísir/Eyþór Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. Hins vegar verður jólasýningin Óþelló eftir William Shakespeare frumsýnd annað kvöld og sérstök hátíðarsýning verður á annan í jólum. Samkvæmt Júlíu Aradóttur, kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu er ástæðan sú að einungis hluti sætanna í stóra salnum nýtist, meðal annars er ekki hægt að sitja á svölunum. „Ástæðan er í raun sú að leikmyndin er þannig að það nýtist bara hluti af sætunum í salnum. Þannig að við þurftum eiginlega að skipta þessu á tvær dagsetningar til að koma öllum fyrir, kortagestum, boðslistum, aðstandendum og öllu þessu. Og þá var bara þessi lausn ákveðin, ákveðið að prófa þetta,“ segir Júlía í samtali við Vísi sem segir jafnframt þetta vera í fyrsta skipti svo hún viti til sem brugðið er út af þeirri hefð að frumsýna á annan í jólum.Sjá einnig: Segir leikhúsið vera karlaheimMiðaverð á frumsýningar er yfirleitt um það bil tvöfalt hærra en miðaverð á venjulegar sýningar og verður það einnig svo á hátíðarsýninguna á annan í jólum. Miði á þá sýningu kostar 9.900 krónur en miði á aðrar sýningar eftir það er á 5.500 krónur. „Við nálgumst þetta eins og tvær frumsýningar. Það er bæði núna á morgun og svo annan í jólum sem við köllum hátíðarsýningu. Það er atriði fyrir mörgum sem hafa komið á annan í jólum í mörg ár, að halda í hefðina. Þannig við erum eiginlega með tvöfalda frumsýningu,“ segir Júlía.Meiri ró í hópnum Það er gamalgróin hjátrú í leikhúsi að önnur sýning sé ekki nándar jafn góð og frumsýningin. Júlía segir þó að leikhúsgestir sem koma á annan í jólum hafi ekkert að óttast og að margir hafi tekið vel í það að koma fyrir jól. „Kortagestirnir, sem eru frumsýningarkortagestir, skiptast eiginlega í tvennt. Öðrum helmingnum finnst fínt að koma fyrir jól en hinn vill halda í hefðina og koma á annan í jólum. Svo er reyndar, það er svo fyndið með þessa aðra sýningu. Þessi mýta er einhvernvegin í gangi en hún er oft bara ekki verri af því að edge-ið er komið af þannig það eru allir rólegri. Ekki sama stressið. Það er svona meiri ró í hópnum.“ Leikmyndin er þannig upp sett að ekki er hægt að nýta 140 sæti af þeim 500 sem eru í salnum. „Þetta er alveg stór hluti. Þannig það er eiginlega bara með því að hafa tvær sýningar er þetta rétt rúmlega sætafjöldinn á eina sýningu með öllum sætum. Þetta kemur nánast út á sléttu.“ Menning Tengdar fréttir Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Breytt er út af hefðinni í Þjóðleikhúsinu þessi jólin, en þar hefur jólasýningin í mörg ár verið frumsýnd á annan í jólum. Hins vegar verður jólasýningin Óþelló eftir William Shakespeare frumsýnd annað kvöld og sérstök hátíðarsýning verður á annan í jólum. Samkvæmt Júlíu Aradóttur, kynningarfulltrúa hjá Þjóðleikhúsinu er ástæðan sú að einungis hluti sætanna í stóra salnum nýtist, meðal annars er ekki hægt að sitja á svölunum. „Ástæðan er í raun sú að leikmyndin er þannig að það nýtist bara hluti af sætunum í salnum. Þannig að við þurftum eiginlega að skipta þessu á tvær dagsetningar til að koma öllum fyrir, kortagestum, boðslistum, aðstandendum og öllu þessu. Og þá var bara þessi lausn ákveðin, ákveðið að prófa þetta,“ segir Júlía í samtali við Vísi sem segir jafnframt þetta vera í fyrsta skipti svo hún viti til sem brugðið er út af þeirri hefð að frumsýna á annan í jólum.Sjá einnig: Segir leikhúsið vera karlaheimMiðaverð á frumsýningar er yfirleitt um það bil tvöfalt hærra en miðaverð á venjulegar sýningar og verður það einnig svo á hátíðarsýninguna á annan í jólum. Miði á þá sýningu kostar 9.900 krónur en miði á aðrar sýningar eftir það er á 5.500 krónur. „Við nálgumst þetta eins og tvær frumsýningar. Það er bæði núna á morgun og svo annan í jólum sem við köllum hátíðarsýningu. Það er atriði fyrir mörgum sem hafa komið á annan í jólum í mörg ár, að halda í hefðina. Þannig við erum eiginlega með tvöfalda frumsýningu,“ segir Júlía.Meiri ró í hópnum Það er gamalgróin hjátrú í leikhúsi að önnur sýning sé ekki nándar jafn góð og frumsýningin. Júlía segir þó að leikhúsgestir sem koma á annan í jólum hafi ekkert að óttast og að margir hafi tekið vel í það að koma fyrir jól. „Kortagestirnir, sem eru frumsýningarkortagestir, skiptast eiginlega í tvennt. Öðrum helmingnum finnst fínt að koma fyrir jól en hinn vill halda í hefðina og koma á annan í jólum. Svo er reyndar, það er svo fyndið með þessa aðra sýningu. Þessi mýta er einhvernvegin í gangi en hún er oft bara ekki verri af því að edge-ið er komið af þannig það eru allir rólegri. Ekki sama stressið. Það er svona meiri ró í hópnum.“ Leikmyndin er þannig upp sett að ekki er hægt að nýta 140 sæti af þeim 500 sem eru í salnum. „Þetta er alveg stór hluti. Þannig það er eiginlega bara með því að hafa tvær sýningar er þetta rétt rúmlega sætafjöldinn á eina sýningu með öllum sætum. Þetta kemur nánast út á sléttu.“
Menning Tengdar fréttir Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Grípa í skugga á sviðinu Harmleikurinn um Óþelló er jólasýning Þjóðleikhússins í ár. Þau Arnmundur Backman og Aldís Hamilton fara með hlutverk í sýningunni og ræða um leikverkið og arfleifð foreldra sinna. 3. desember 2016 11:00
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“