Stefnt er á að skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opið millji jóla á nýárs. „Það er loksins kominn snjór sem virðist ætla að halda,“ segir í færslu á heimasíðu skíðasvæðanna.
Snjór féll á höfuðborgarsvæðinu í nótt og stefnir allt í að jólin verði hvít í ár þrátt fyrir mikil hlýindi síðustu vikur.
Þar segir að starfsfólk sé að undirbúa svæðið á fullu og að stefnt sé að opnun í næstu viku. Starfsfólk er bjartsýnt á að fá það snjómagn sem þarf til að geta opnað.
Fólk er hvatt til að fylgjast vel með gangi mála á heimasíðu skíðasvæðanna, en almennur opnunartími um hátíðarnar er þessi:
Annar dagur jóla, opið 11-16
27.-30. desember er opið kl. 14-21
Gamlársdagur LOKAÐ
Nýársdagur Opið kl. 12-16.
Innlent